Niðursoðin krækiberjasaft?

Höfundur: Eiríkur Þann 24. maí 2008

Já, það var það sem helst kom upp í hugann í gær þegar við prófuðum bæði Turning Leaf Zinfandel 2006. Reykjarkeimur, krækiberjahrat og fleira óskemmtilegt. Einnig opnuðum við Penfolds Rawson’s Retreat 2006 og ekki varð hrifningin meiri af því. Ungt en líflaust að sjá, óaðlaðandi lykt, beiskt og þurrt vín með óspennandi eftirbragði.

Þessi vín fá bæði falleinkun hjá mér og lesendum er hér með bent á að forðast þau!

Comments Closed

Comments on this entry are closed.

Previous post:

Next post: