Frábær Pinot

Í fyrrakvöld eldaði ég hvítlauks- og rósmarínkryddað lambafilé sem ég keypti í kjötbúðinni á Grensásvegi (mæli með þeirri verslun).  Það eru fáar þrúgur sem passa jafn vel með íslenska lambinu og pinot noir, en því miður þá er sú þrúga ekki í miklu uppáhaldi hjá mínum betri helmingi.  Hún var þá alveg ágætlega sátt við vínið sem ég bauð henni upp á, þó svo að það væri pinot.

Brancott Estate Marlborough T Letter Series 2014 er ljósrautt á lit með ágæt dýpt, unglegt að sjá.  Í nefinu finnur maður hindber, jarðarber, hvítan pipar og vott af myntu.  Í munni eru mjúk tannín, ágæt sýra og fínn ávöxtur, með keim af hindberjum og myntu.  Frábært með lambinu.  Góð Kaup (2.999 kr). 90 stig.

Einkunn Vínsíðunnar:
Þín einkunn:
[Alls: 0 Meðaltal: 0]
,
%d bloggers like this: