Costco Rioja

Í gær fjallaði ég um vín frá Kirkland Signature, sem er framleitt sérstaklega fyrir Costco-verslanirnar víða um heim.  Vín dagsins er líka Costco-vín, að þessu sinni frá Rioja á Spáni.

Kirkland Signature RIoja Reserva 2012 er kirsuberjarautt, með byrjandi þroska.  Í nefinu finnur maður kirsuber, ameríska eik og krydd.  í munni er ágæt fylling, tannín aðeins farin að mýkjast og sýran er hæfileg, keimur af kirsuberjum, plómum, vanillu og smá anís í góðu eftirbragðinu.  Mjög góð kaup.  88 stig.

Einkunn Vínsíðunnar:
Þín einkunn:
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

 

, ,

Allir athugasemdir vel þegnar!

%d bloggers like this: