Frábær ítali!

Ítölsk hvítvín eru oft ágæt, stundum mjög góð en ekki alltaf frábær.  Vín dagsins má þó með góðri samvisku kalla frábært, einkum í ljósi þess að það kostar ekki nema 2.699 krónur. Vínið kemur frá héraðinu Umbria, sem er á milli Toscana og Marche.  Framleiðandinn Castello della Sala er í eigu Antinori-fjölskyldunnar, sem er einn þekktasti vínframleiðandi Ítalíu.

Antinori Bramito Della Sala Chardonnay Umbria 2016 er strágullið og fallegt í glasi. Í nefinu finnur maður sítrus, ylliblóm, perur og græn epli.  Í munni er vínið þurrt, með ágæta sýru og fínan ávöxt. Sítrónubörkur og græn epli í góðu og örlítið krydduðu eftirbragði. Frábær kaup (2.699 kr). Flott matarvín sem smellpassaði með þessum laxi. 90 stig.

Einkunn Vínsíðunnar:
Þín einkunn:
[Alls: 1 Meðaltal: 4]
, ,
%d bloggers like this: