Vínsíða Eiríks Orra

Elsti íslenski vínvefurinnVínsíða Eiríks Orra er elsti íslenski vínvefurinn, tók til starfa vorið 1998 og verið starfræktur óslitið síðan. Vínsíðan hefur fengið margar andlitslyftingar í gegnum tíðina og núverandi snið hefur hún haft síðastliðið ár.

Ritstjórinn, Eiríkur Orri Guðmundsson, er venjulegur áhugamaður um vín, læknir að mennt og um þessar mundir búsettur í Uppsölum í Svíþjóð. Allt efni sem hér birtist er á ábyrgð ritstjóra. Öllum er velkomið að tjá sig um innihald Vínsíðunnar en ritstjórinn áskilur sér allan rétt til að fjarlægja allt efni sem hann telur óviðeigandi.