Beaujolais Nouveau

Beaujolais Nouveau er, eins og nafnið gefur til kynna, nýtt vín frá Beaujolais-héraði í Frakklandi. Það er svo nýtt, að það er aðeins um tveggja mánaða gamalt (uppskeran er um miðjan september) þegar það er sett í sölu. Það fær því ekki langan tíma til að gerjast og þroskast áður en það er sett á flöskur. Lög í Frakklandi kveðja svo um, að heimilt sé að byrja að selja vínið þriðja fimmtudag í nóvember. Öll rauð Beaujolais-vín eru gerð úr Gamay-þrúgunni (100%).

Beaujolais Nouveau, né nokkru frönsku Beaujolais, ætti þó að rugla saman við Gamay Beaujolais frá Kaliforníu, sem sjaldnast er hreint Gamay og er alls ekki frá Beaujolais. Þau vín eru í raun fjarskyldur ættingi Pinot Noir-vína.

Ferlið við gerð Beaujolais Nouveau er svipað gerð annarra ávaxtaríkra, tannínlítilla rauðvína með léttum blæ. Berin eru sett heil í gerjunartanka sem eru síðan fylltir með koldíoxíði (CO2) og það látið standa í rúmlega viku. Á þeim tíma eiga ýmis efnahvörf sér stað, þ.á.m. gerjun sykur í alkóhól. Eftir nokkra daga springa berin og safinn fer að renna í tankinn. Berin eru þá pressuð og gersveppum bætt út í og safinn fær að gerjast allt þar til vínin eru sett á flöskur, rétt áður en þau eru svo sett í sölu.

Beaujolais Nouveau og öll önnur novello „ný“ vín eru ekki ætluð til geymslu, þar sem þau skortir tannín sem eru nauðsynleg til að varðveita vínin. Þau ætti að drekka á milli jóla og páska, þó að sum gætu enst fram á sumar.

Beaujoalis Nouveau gefur ágæt fyrirheit um gæði Beaujoalis-Villages og „Grand Cru“-vína í sama árgangi, en segir annars fátt um uppskeru ársins í öðrum héruðum.

Allir athugasemdir vel þegnar!

%d bloggers like this: