Beaujolais

Á hverju hausti fer vínheimurinn nánast á annan endann í árlegu fjaðrafoki í kringum Beaujolais Nouveau, sem er sagt vera fyrsta vínið sem gert er úr uppskeru hvers árs.

Þetta er auðvitað dæmigerður franskur hroki, því að þeir horfa að sjálfsögðu fram hjá vínum frá syðri helmingi jarðkringlunnar þar sem uppskeran fer fram í mars og apríl. Samt sem áður er tilkoma Nouveau alltaf jafn góð ástæða fyrir haustfagnaði.
Bandaríkjamenn halda jafnan Þakkargjörðarhátíð þar sem vinir og ættingjar koma saman og snæða góðan mat, sem jafnan er kalkúnn, en það eru einmitt fá vín sem passa jafn vel við kalkún og Beaujolais. Jafnvel Nouveau getur gengið með kalkúnakjöti, þó svo að betri Beaujolais-vín, s.k. „Grand Cru“, séu betri valkostur.

Tíu þorp í Beaujolais-héraði eru í svo miklum metum að vín þeirra eru jafnan kennd við þorpin heldur en að vera skilgreind sem „Beaujolais“: Broully, Chénas, Chiroubles, Côte de Brouilly, Fleurie, Juliénas, Morgon, Moulin-a-Vent, Régnié og Saint-Amour.

Líkt og Nouveau, almenn Beaujolais og Beaujolais-Villages (sem teljast aðeins fínni), þá eru „Grand Cru“ gerð úr Gamay-þrúgunni og eru jafnan frískleg og ávaxtarík vín. Þau eru þó aðeins flóknari og spennandi en einfaldari vínin, og það er vel þess virði að eyða nokkrum krónum til viðbótar þegar Þakkargjörðarkalkúninn er annars vegar.

Allir athugasemdir vel þegnar!

%d bloggers like this: