From the category archives:

Vín og heilsa

Bandol og Barolo

Höfundur: Eiríkur Þann 2. júlí 2012

Það er orðið nokkuð langt síðan ég skrifaði eitthvað hér á síðuna og það á sér ýmsar skýringar.  Ég læt mér nægja að segja að það eru flutningar fyrir dyrum því við erum að flytja heim til Íslands og því fylgir heilmikið stúss og því lítill tími til vínsmökkunar og skrifta!

Þessa vikuna er ég reyndar staddur í Falun, en hingað hef ég ekki komið síðan í nóvember.  Þegar ég er staddur í Falun hef ég oft lausan tíma og reyni þá að nota tækifærið og lauma inn einni færslu eða svo.  Í gærkvöldi þegar ég sat í lestinni fletti ég í gegnum nýjasta eintak Decanter.  Þar eru yfirleitt nokkuð skemmtilegir pistlar og ég les alltaf það sem Michael Broadbent skrifar.  Hann var áður yfirmaður vínsviðs hjá uppboðsfyrirtækinu Christie’s og er almennt talinn með fróðustu vínsérfræðingum samtímans (meira um hann síðar).  Það sem vakti þó mesta athygli mína var grein eftir Andrew Jefford, sem hlaut Louis Roederer-verðlaunin sem vínskríbent ársins 2011.  Pistill hans að þessu sinni fjallar um það hvernig smekkur okkar þegar kemur að vínum þróast með tímanum – við göngum í gegnum tímabil með Cabernet Sauvignon, Chardonnay og Pinot Noir, Syrah og Sauvignon Blanc.  Undanfarin ár hefur Andrew verið að eltast við Mourvedre, sem algengust er í ýmsum blöndum (Rónarvín, Languedoc, spænsk vín ýmis konar, að ekki sé minnst á GSM-blönduna).  Með tímanum hefur hann orðið þess fullviss að Bandol-héraðið í Provence í Frakklandi sé hjarta alheimsins þegar Moudvedre er annars vegar og gengur svo langt að halda því fram að frá Bandol komi þau frönsku vín sem helst sé hægt að líkja við Barolo.  Samanburðurinn þykur einhverjum kannski vera heldur langsóttur en þessi vín eiga þó ýmislegt sameiginlegt.  Það eru aðeins 250 kílómetrar (og Alparnir) á milli héraðanna, vínin eru tannísk og þurfa góðan tíma til að þroskast og opna sig almennilega fyrir neytandanum.  Ítalska vöðvatröllið er heimsfrægt – hið franska vel varðveitt leyndarmál þeirra sem til þekkja.

Hverjar eru þá stjörnurnar í Bandol? Pibarnon og Tempier eru nefnd til sögunnar en Jefford telur þó upp önnur vín sem hann segir engu síðri og nefnir þá fyrst La Bastide Blanche.  Ég varð auðvitað forvitinn, fannst ég kannast við það nafn og mikið rétt – það fæst í vínbúðunum hér fyrir aðeins 139 SEK.  Ég rölti mér því niður í vínbúð á leið heim frá vinnu og kippti með einni flösku af 2009-árgangnum.  Þetta vín er yfirleitt að fá 88-92 stig hjá Wine Spectator og því nokkuð ljóst að þar er hægt að gera góð kaup.

Vínið er mjög dökkt að sjá, með góða dýpt en er ennþó frekar unglegt að sjá.  Í nefið koma strax plómur, kirsuber, pipar og þægilegur sveppakeimur.  Í munni er það vel tannískt, góð sýra, þéttur berjakeimur og krydd sem haldast vel út í eftirbragðið sem er nokkuð langt.  Vínið er í góðu jafnvægi og á töluvert eftir.  Líklega rétt að geyma það í 2-3 ár til viðbótar áður en það fer að njóta sín að fullu en það er samt mjög gott í dag.  Einkunn: 8,5 – Góð Kaup!

Því miður er þetta vín ekki fáanlegt á Íslandi (og ég fæ í fljótu bragði ekki séð að nein Bandol-vín fáist þar) og því ekki svo vitlaust að kippa með nokkrum flöskum nú þegar ég flyt heim.

{ Comments on this entry are closed }

Kemur áfengi í veg fyrir þyngdaraukningu?

Höfundur: Eiríkur Þann 18. mars 2010

Hingað til hefur almennt verið álitið að áfengi stuðli að aukinni líkamsþyngd (þ.e. að maður fitni af því að drekka áfengi).  Nú hafa bandarískir vísindamenn hins vegar sýnt fram á að svo er ekki, a.m.k. ekki hjá konum!

Vísindamenn við Harvard-háskóla fylgdust með tæplega 20.000 konum í 13 ár (þetta gæti hljómað grunsamlega en þetta var sem sagt almennt heilsufarskönnun hjá heilbrigðisstarfsfólki) og athugðu þyngdarbreytingu hjá frískum konum eldri en fertugt og með eðlilega líkamsþyngd.  Flestar konurnar þyngdust á þessu 13 ára tímabili en hófdrykkjukonurnar þyngdust minna en bindindiskonurnar, eða um tæplega 2 kg á móti 4 kg hjá bindindiskonunum.

Þá voru hófdrykkjukonurnar síður líklegri til að fitna um of á þessu tímabil miðað við bindindiskonurnar, en alls þyngdust um 40% kvennanna úr hófi fram á tímabilinu (líkamsþyngdarstuðull (BMI)  fór yfir 25 eða 30).

Áhrif áfengisins mátti hjá í öllum áfengistegundum (léttvínum, bjór og sterkum vínum).  Sterkust voru tengslin við rauðvín en veikust við hvítvín.

Höfundarnir telja þetta mjög áhugaverðar niðurstöður en vilja auðvitað ekki túlka þær sem svo að mæla beri með áfengisneyslu til að forðast þyngdaraukningu – það þorir jú enginn vísindamaður að halda því fram að áfengi sé beinlínis hollt sé þess neytt í hófi.  Vínsíðan mælist áfram til þess að áfengi sé neytt í hófi og áherslan fremur lögð á gæði frekar en magn!

Greinin birtist í nýjasta hefti Archives of Internal Medicine og hana má lesa hér.

{ Comments on this entry are closed }

Heilsusamleg kassavín – eða hvað?

09.12.2009

Það nægir að drekka tvö glös af Chill Out Sunset til að fá í sig meira en æskilegan dagskammt af súlfíði (brennisteinstvíildi eða brennisteinsdíoxíð, sulphur dioxide).  Og hvað með það? Jú, ef þú ert með astma gæti það verið sérstaklega slæmt fyrir þig!  Um 5 % af astmasjúklingum eru sérstaklega næmir fyrir þessu efni  Brennisteinstvíildi […]

Lesa meira →

Vín og líkamsrækt

09.04.2009

Ný rannsókn hefur sýnt fram á að vínunnendur stunda ekki bara glasalyftingar, heldur eru þeir líklegri til að stunda reglulega líkams- og heilsurækt en bindindisfólk! Þetta kemur fram í grein sem birtist í nýjasta hefti tímaritsins American Journal of Health Promotion. Hingað til hefur því verið haldið fram (og sýnt fram á) að áfengis- og […]

Lesa meira →

Óhófleg áfengisneysla eykur líkur á krabbameini

08.21.2009

Vísindamenn frá Montreal í Kanada hafa fundið sterk tengsl milli óhóflegrar áfengisneyslu og 6 ólíkra tegunda krabbameins í körlum.  Þeir sáu einnig á hófleg víndrykkja getur aukið hættu á sortuæxlum og endaþarmskrabbameins, en minnkaði hins vegar líkur á að fá ýmis önnur krabbamein.  Bjór og sterkt áfengi virðast vera sterkari áhættuþættir. Samkvæmt niðurstöðum vísindamannanna getur […]

Lesa meira →

Vín dregur úr aukaverkunum geislameðferðar!

07.23.2009

Þessu halda ítalskir læknar fram í grein sem birtist í tímaritinu International Journal of Radiation Oncology.  Þeir komust að því að konur sem drukku vín á meðan þær fengu geislameðferð gegn brjóstakrabbameini fengu færri aukaverkanir en þær sem ekki drukku vín.  Geislameðferð er allmennt háttað þannig að geislaskammtinum er skipt upp í marga litla skammta […]

Lesa meira →

Er hægt að blanda vínáhuga og heilsurækt saman?

02.09.2009

Svo spyr Stefán Guðjónsson á smakkarinn.is.  Gefum honum orðið: „Eftir margra ára baráttu við aukakílóin var ég orðinn leiður á því að annaðhvort svelta mig í hel á einhvers konar megrunar kúr eða æfa eins og skepna bara til að missa nokkur kíló sem komu jafn fljótt til baka, ákvað ég að fara mína eigin […]

Lesa meira →

Vín vörn gegn getuleysi?

01.31.2009

Hófleg víndrykkja getur dregið úr hættu á getuleysi hjá körlum, skv. nýlegri rannsókn, sem vísindamenn við University of West Australia unnu að. Samkvæmt rannsókninni var getuleysi á meðal karla sem drekka vín reglulega ekki jafn algengt og á meðal þeirra sem ekki drekka vín. Munurinn er um 25% víndrykkjumönnum í hag. Þetta á þó aðeins […]

Lesa meira →

Að breyta blómum í fisk?

01.08.2009

Nei, það er kannski ekki svo auðvelt.  Hins vegar benda nýjustu rannsóknir til að hófleg áfengisneysla, einkum víndrykkja, auki magn omega-3 fitusýru í blóði.   Þetta kemur fram í grein í janúarhefti American Journal of Clinical Nutrition. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að omega-3 fitusýrur, sem finnast í miklu magni í fiskiolíum, og hófleg áfengisneysla, […]

Lesa meira →

Á leið í víking…

03.18.2007

Það hefur verið heldur rólegt hjá ritstjóra Vínsíðunnar síðustu viku og lítið verið smakkað. Opnaði þó Concha y Toro Casillero del Diablo Cabernet Sauvignon 2005 um helgina, einfalt og þægilegt vín fyrir venjulegt laugardagskvöld, passaði ágætlega með grillmatnum – já, ég er byrjaður að grilla! Ég hélt að vorið væri komið hér í Uppsölum, en […]

Lesa meira →