Chianti

Einu sinni var Chianti ódýrt vín, selt í lágum flöskum sem voru vafðar í tágakörfu sem hægt var að nota sem kertastjaka þegar vínið var búið.
Það er enn hægt að kaupa vín í svona gamaldags flöskum (stundum kallað „fiasco“) en Chianti, einn elsti vín-stíll í heiminum, hefur gengið í gengum mikla endurnýjun á síðustu áratugum og ímynd þess verið bætt til muna og það er nú orðið meira spennandi en áður var.

Chianti á rætur að rekja til 14. aldar, til fjallshlíða Toscana-héraðsins á milli Flórens og Síena, og það komst í sína núverandi mynd fyrir u.þ.b. 150 árum, þegar Bettino Ricasoli barón (fjölskyldufyrirtækið sem hann stofnaði framleiðir Chianti enn í dag) staðlaði blöndu sína með Sangiovese (sem er „fínasta“ rauða þrúgan í Toscana), Canaiolo (önnur rauð þrúga) og dálitlu af hvítum þrúgum, Trebbiano og Malvasia. Margir hefðbundnir Chianti-framleiðendur búa til s.k. „field-blend“ þar sem mismunandi þrúgur, sem notaðar eru í vínin, eru ræktaðar á sömu vínekrum, og uppskera þeirra fer þá öll fram á sama
tíma.

Síðustu ár hefur Chianti gengið í gegnum aðra breytingu, en margir framleiðendur hafa þrýst mjög á breytingu á vínlöggjöfinni (eða hreinlega horft framhjá henni) til að minnka hlut hvítra þrúga í blöndunni – eða jafnvel sleppa þeim – og jafnvel bætt við dálitlu
Cabernet Sauvignon og öðrum þrúgum sem ekki teljast ítalskar (þau eru frábrugðin hinum dýru vínum sem hafa verið nefnd „high-tech Tuscan“ og eru eingöngu gerð úr óhefðbundum þrúgum og eiga í raun lítið skylt við hefðbundin Chianti).

Þá hafa efnahagslegar aðstæður gert það að verkum að tágaflöskurnar eru orðnar dýrari en áður og því síður notuð undir ódýr vín, en það passaði ágætlega við tilraunir vínframleiðenda til að skapa nýja ímynd fyrir Chianti með því að setja þær í háar flöskum með öxlum, líkt og notaðar eru undir Bordeaux-vín.

Chianti, Chianti Classico (fínni vín sem framleidd eru í miðhluta héraðsins) og Chianti Classico Riserva (sem liggja lengur í eik) ná kannski ekki sama standard og bestu Bordeaux- og Búrgúndarvín, en yfirleitt má gera góð kaup í þeim og maður verður sjaldnast fyrir vonbrigðum.

Allir athugasemdir vel þegnar!

%d bloggers like this: