Drekkum vín við rétt hitastig

Hvaða hitastig hæfir hverju víni? Eiga öll hvítvín að drekkast köld og rauðvín „volg“? Ekki allir alveg sammála í þeim efnum en hefðin hefur skapað ákveðin viðmið sem gott er að notfæra sér. Hér að neðan er tafla sem vísar veginn að réttu hitastigi fyrir mismunandi vín. Gefið er upp gráðubil þar sem ætla má að vín séu í hvað mestu jafnvægi, og lykt og bragð njóti sín hvað best.
Flest vín sýna oftast sínar bestu hliðar þegar þau eru borin fram í svalari kantinum. Geymsluhiti (cellar temperature) er notaður sem þumalputtaregla, en hver kjallari (geymslustaður) er einstakur. Góður geymslustaður er aðeins kaldari en það hitastig sem við viljum að vínið hafi þegar við drekkum það.

Vín ætti aldrei að drekka of heit né of köld. Þegar vín er ofkælt virkar það frekar flatt, tannískt og leiðinlegt. Lykt og bragð góðra vína tapast. Ef vín er borið fram of heitt verður alkóhólbragð af því, fylling tapast sem og jafnvægi. Rauðvín verða „heit“ og klunnaleg í lykt og bragði. Hver vín á sitt kjörhitastig, en það er þó einnig háð smekk neytandans. Prófaðu sjálfur og sjáðu til hvað þér finnst.

Öll vín ætti að smakka áður en þau eru borin fram til að ganga úr skugga um að þau séu í lagi. Nánast öll vín hafa gott af því að anda smá stund. Almennt ættirðu því að hella víninu í glasið, lykta af því og bragða. Þyrlaðu því síðan í glasinu, láttu það standa í nokkrar mínútur áður en þú drekkur það.

Mörgum rauðvínum, einkum þeim eldri, ætti að umhella. Kjörin aðferð að láta flöskuna standa upprétta í einn sólarhring áður en hún er opnuð. Gakktu úr skugga um að karaflan/vínkannan sé hrein. Opnaðu flöskuna og strjúktu af stútnum, og helltu svo víninu eins varlega og þú getur yfir í karöfluna. Hafðu gott ljós á bak við flöskuna og hafðu augun á neðri öxl flöskunnar. Allt botnfall í flöskunni ætti að safnast í neðri öxlina. Hættu að hella um leið og botnfall berst í flöskuhálsinn.

Ef vínið hefur óvenjumikið botnfall, eða ef korktappinn brotnar í flöskunni, þá er hægt að sía vínið yfir í karöfluna. Notaðu mjög hreinan og fínan klút, eða kaffifilter og trekt til þess.

Hér eru viðmiðunarhitastig fyrir nokkrar víntegundir:

Hvítvín


Chardonnay 10-13 º Opnið, hellið, þyrlið, bragðið, njótið.
Gewurztraminer 10-13 º Opnið, hellið, þyrlið, bragðið, njótið.
Riesling 10-13 º Opnið, hellið, þyrlið, bragðið, njótið.
Sauvignon Blanc 10-13 º Opnið, hellið, þyrlið, bragðið, njótið.
Freyðivín 7-13 º Opnið, hellið, njótið.
Viognier 10-13 º Opnið, hellið, þyrlið, bragðið, njótið.
Rauðvín


Cabernet Franc 15-18 º Ung: Opnið, hellið, þyrlið, njótið..
Eldri: Opnið, umhellið, látið anda 10-30 mínútur, njótið.
Cabernet Sauvignon 15-18 º Ung: Opnið, bíðið10-20 mínútur, hellið, njótið.
Eldri: Opnið, umhellið, látið anda 20 mínútur til 2 klst., njótið.
Merlot 15-18 º Ung: Opnið, hellið, þyrlið, njótið..
Eldri: Opnið, umhellið, látið anda 10-20 mínútur, njótið.
Pinot Noir 15-18 º Ung: Opnið, hellið, þyrlið, njótið..
Eldri: Opnið, hellið varlega, látið anda 10-20 mínútur, njótið.
Syrah 15-18 º Ung: Opnið, hellið, þyrlið, látið anda 10-20 mínútur, njótið.
Eldri: Opnið, umhellið, hellið, anda 10-40 mínútur, njótið.
Zinfandel 15-18 º Ung: Opnið, hellið, þyrlið, látið anda 10-20 mínútur, njótið.
Eldri: Opnið, hellið, anda 10-30 mínútur, njótið.

Munið: Þetta er til viðmiðunar, ekki stífar reglur. Láttu þinn smekk og reynslu ráða. Ef þú vilt drekka vínið heitara eða kaldara skaltu gera það. Prófaðu þig áfram til að finna hvaða hitastig þér finnst henta best hverju víni, og umfram allt – njóttu þess!.

Allir athugasemdir vel þegnar!

%d bloggers like this: