Er vínið ekki nógu gott?

Í augum margra er „vínsnobbarinn“ hrokafullur maður sem sest inn á veitingastað, pantar vín, þyrlar því, þefar af og smakkar og lýsir því svo yfir með þjósti að vínið sé ónýtt og óhæft til drykkjar og krefst þess svo að fá nýja flösku.

Aðrir reyna eftir megni að forðast slíkar uppákomur. Ef vínið er ekki augljóslega „korkað“ (með rykbragði og yfirmáta þurrt) eða „soðið“ (flatt og minnir helst á sveskjusafa vegna geymslu við of mikinn hita), þá getur það verið erfið ákvörðun að hafna víninu sem við höfum pantað. Með því erum við nánast að skora vínþjóninn á hólm og það getur valdið deilum sem geta eyðilagt annars ánægjulega kvöldstund. Ákvörðunin er ekki auðveld.

Hins vegar mótmæla fæstir þjónar þegar víni er skilað, hver sem ástæðan er, og koma möglulaust með nýja flösku. „Ritúalinn“ snýst jú einmitt um þetta! Ef vínið er hins vegar ekki augljóslega ónýtt þá getum við mætt nokkurri andstöðu, og því miður finnast staðir sem neita að taka við flösku sem er skilað, hver sem ástæðan er. Í fullkomnum heimi hefur viðskiptavinurinn ávallt rétt fyrir sér (er það ekki mottóið?) en í raunveruleikanum eru viðbrögðin ekki alltaf á þá leið og það er oftast undir þér komið hvort það taki því að rífast.

Ef þú kaupir þér vínflösku sem augljóslega er skemmd átt þú umsvifalaust að skila flöskunni og þjóninn á að taka hana til baka umyrðalaust. Ef verður hins vegar fyrir vonbrigðum með vínið, þ.e. það er ekki gott en án þess að það sé ónýtt, þá máttu búast við andmælum.

Hefur þú lent í vandræðum með að skila ónýtu víni? Láttu í þér heyra!

Allir athugasemdir vel þegnar!

%d bloggers like this: