Flokkun vínhúsa – Franska vínlöggjöfin frá 1855

Árið 1855 ákvað Napóleon III, Frakklandskeisari, að halda Heimssýningu í París og vildi að öll vín landsins yrðu þar til sýnis. Hann bauð Viðskiptaráðinu í Bordeaux að skipuleggja vínsýninguna. Þeir voru þó tregir til, enda eldfimt mál. Þeir ákváðu þó að sýna „öll crus classés, upp í fimmta yrki“, en báðu samtök vínkaupmanna að búa til „nákvæman og ítarlegan lista yfir öll vín í Gironde, sem segir til um hvaða yrki þau tilheyri.“

Vínkaupmennirnir voru ekki lengi að útbúa listann – tveimur vikum síðar lögðu þeir fram hinn fræga lista. Þar voru 58 vínhús (chateau): fjögur í fyrsta yrki, 12 í öðru, 14 í þriðja, 11 í fjórða og 17 í fimmta. Þeir bjuggust við háværum deilum um listann. „Þér vitið jafn vel og við, herra, að flokkunin er mjög vandasöm og líkleg til að valda deilum; munið að við höfum ekki reynt að búa til opinbera flokkkun, heldur aðeins uppkast samkvæmt okkar bestu heimildum.“

Merkilegt nokk, þá voru öll vínhúsin frá Médoc, að Haut-Brion einu undanskildu (þeir flokkuðu einnig sæt hvítvín frá Sauternes og Barsac). Nú var ekki svo að hin vínhéruðin væru ekki virk; Gravés átti sér mun lengri sögu, og Cheval Blanc í St.-Emilion og Canon í Fronsac voru mikils metin á fyrri hluta 19. aldar. En bylting í víngæðum á 18. öld átti sér einkum stað í Médoc.

Viðbrögð við listanum létu ekki á sér standa. Upprunalega röðuðu vínkaupmennirnir vínhúsunum eftir gæðum innan hvers yrkis, þannig að Mouton-Rothschild var. t.d. efst á lista annars yrkis. En til að svara slíkri gagnrýni skrifuðu þeir verslunarráðinu í september 1855 og sögðu að ekki hafi verið ætlunin að raða vínhúsunum á þann hátt, svo að verslunarráðið endurraðaði eftir stafrófsröð innan hvers yrkis.

Frá 1855 hafa margar breytingar átt sér stað í nöfnum vínhúsanna, eigendaskipti átt sér stað, víngarðar og gæði vína hafa breyst, og vegna skipta á upprunalegu vínhúsunum, þá eru nú 61 vínhús á listanum. Geti vínhús hins vegar rakið uppruna sinn til flokkunarinnar getur það gert titlað sig skv. því cru classé. Eina opinbera endurskoðunin á listanum átti sér stað 1973, þegar barón Philippe de Rothschild hafði það fram að Mouton var fært upp í fyrsta yrki, eftir rúmlega hálfrar aldar stanslausa baráttu.


Opinbera flokkunin frá 1855

(Núverandi nafn innan sviga)

Fyrsta Yrki (First Growth – Premiers Crus)

 • Chateau Lafite-Rothschild Pauillac
 • Chateau Latour Pauillac
 • Chateau Margaux Margaux
 • Chateau Haut-Brion Pessac, Graves (frá 1986, Pessac-Leognan)

Annað Yrki (Second Growth – Deuxiemes Crus

 • Chateau Mouton-Rothschild (færðist upp í fyrsta flokk árið 1973) Pauillac
 • Chateau Rausan-Segla (Rauzan-Segla) Margaux
 • Chateau Rauzan-Gassies Margaux
 • Chateau Leoville Las Cases St.-Julien
 • Chateau Leoville Poyferre St.-Julien
 • Chateau Leoville Barton St.-Julien
 • Chateau Durfort-Vivens Margaux
 • Chateau Gruaud-Larose St.-Julien
 • Chateau Lascombes Margaux
 • Chateau Brane-Cantenac Cantenac-Margaux (Margaux)
 • Chateau Pichon-Longueville-Baron Pauillac
 • Chateau Pichon Longueville Comtesse de Lalande (Pichon-Longueville-Lalande) Pauillac
 • Chateau Ducru-Beaucaillou St.-Julien
 • Chateau Cos d’Estournel St.-Estephe
 • Chateau Montrose St.-Estephe

Þriðja Yrki (Third Growths – Troisiemes Crus)

 • Chateau Kirwan Cantenac-Margaux (Margaux)
 • Chateau d’Issan Cantenac.Margaux (Margaux)
 • Chateau Lagrange St.-Julien
 • Chateau Langoa Barton St.-Julien
 • Chateau Giscours Labarde-Margaux (Margaux)
 • Chateau Malescot St. Exupery Margaux
 • Chateau Cantenac-Brown Cantenac-Margaux (Margaux)
 • Chateau Boyd-Cantenac Margaux
 • Chateau Palmer Cantenac-Margaux (Margaux)
 • Chateau La Lagune Ludon (Haut-Medoc)
 • Chateau Desmirail Margaux
 • Chateau Calon-Segur St.-Estephe
 • Chateau Ferriere Margaux
 • Chateau Marquis d’Alesme Becker Margaux

Fjórða Yrki (Fourth Growths – Quatriemes Crus)

 • Chateau St.-Pierre St.-Julien
 • Chateau Talbot St.-Julien
 • Chateau Branaire-Ducru St.-Julien
 • Chateau Duhart-Milon-Rothschild Pauillac
 • Chateau Pouget Cantenac-Margaux (Margaux)
 • Chateau La Tour Carnet St.-Laurent (Haut-Medoc)
 • Chateau Lafon-Rochet St.-Estephe
 • Chateau Beychevelle St.-Julien
 • Chateau Prieure-Lichine Cantenac-Margaux (Margaux)
 • Chateau Marquis de Terme Margaux

Fimmta Yrki (Fifth Growths – Cinquiemes Crus)

 • Chateau Pontet-Canet Pauillac
 • Chateau Batailley Pauillac
 • Chateau Haut-Batailley Pauillac
 • Chateau Grand-Puy-Lacoste Pauillac
 • Chateau Grand-Puy-Ducasse Pauillac
 • Chateau Lynch-Bages Pauillac
 • Chateau Lynch-Moussas Pauillac
 • Chateau Dauzac Labarde (Margaux)
 • Chateau Mouton-Baronne-Philippe (Chateau d’Armailhac frá1989) Pauillac
 • Chateau du Tertre Arsac (Margaux)
 • Chateau Haut-Bages Liberal Pauillac
 • Chateau Pedesclaux Pauillac
 • Chateau Belgrave St.-Laurent (Haut-Medoc)
 • Chateau Camensac (Chateau de Camensac) St.-Laurent (Haut-Medoc)
 • Chateau Cos Labory St.-Estephe
 • Chateau Clerc-Milon Pauillac
 • Chateau Croizet Bages Pauillac
 • Chateau Cantemerle Macau (Haut-Medoc)

Sauternes og Barsac: Flokkunin 1855

(Núverandi nöfn innan sviga)

Fyrsta Aðalyrki (Great First Growth -Grand Premier Cru)

 • Chateau d’Yquem Sauternes

Fyrsta Yrki (First Growths – Premiers Crus)

 • Chateau La Tour Blanche Bommes (Sauternes)
 • Chateau Lafaurie-Peyraguey Bommes (Sauternes)
 • Clos Haut-Peyraguey (Chateau Clos Haut-Peyraguey) Bommes (Sauternes)
 • Chateau de Rayne-Vigneau Bommes (Sauternes)
 • Chateau Suduiraut Preignac (Sauternes)
 • Chateau Coutet Barsac
 • Chateau Climens Barsac
 • Chateau Guiraud Sauternes
 • Chateau Rieussec Fargues (Sauternes)
 • Chateau Rabaud-Promis Bommes (Sauternes)
 • Chateau Sigalas-Rabaud Bommes (Sauternes)

Annað Yrki (Second Growths -Deuxiemes Crus)

 • Chateau Myrat (Chateau de Myrat) Barsac
 • Chateau Doisy Daene Barsac
 • Chateau Doisy-Dubroca Barsac
 • Chateau Doisy-Vedrines Barsac
 • Chateau D’Arche Sauternes
 • Chateau Filhot Sauternes
 • Chateau Broustet Barsac
 • Chateau Nairac Barsac
 • Chateau Caillou Barsac
 • Chateau Suau Barsac
 • Chateau de Malle Preignac (Sauternes)
 • Chateau Romer (Chateau Romer du Hayot) Fargues (Sauternes)
 • Chateau Lamothe Sauternes
One comment on “Flokkun vínhúsa – Franska vínlöggjöfin frá 1855
 1. Pingback: Vínsíða Eiríks Orra | Chateau Hanteillan 2011

Allir athugasemdir vel þegnar!

%d bloggers like this: