Hvernig á að njóta víns (smakka)?

Það er auðvitað mjög persónulegt hvernig vín bragðast, en þegar verið er að meta vín þarf að hafa ákveðin atriði í huga.Metið lit og fyllingu
Berið vínglasið upp að vel lýstum hvítum bakgrunni til að meta lit vínsins. Hvít vín eru allt frá því að vera tær í að fádjúpan gullbrúnan lit eftir því sem þau eldast. Rauðvín eru rúbínrauð og út í múrsteinslit. Eftir því sem þau eldast missa þau lit og fá brúnleita áferð.
„Fyllingu“ víns má meta eftir því hvernig vínið þekur glasið að innan. Þyrlið vínið í glasinu með hringlaga hreyfingu. Eftir því sem það lekur hægar niður í glasið, því meiri fyllingu hefur það.

Lykt
Hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú lyktar af víni? Algengar lyktir í vínu er hinir ýmsu ávextir (sólber, hindver eða jarðaber í rauðvínum; sítrus eða suðrænir ávextir í hvítvínum), krydd (negull og svartur pipar), eða blóm (fjólur, rósir og appelsínublóm).
Lyktaðu nokkrum sinnum af víninu. Margslungið vín gefur frá sér mismunandi lykt með tímanum og einnig marvíslega lykt hverju sinni.

Bragð
Heildar“bragð“ víns er sambland lyktar og bragðs. Mismunandi hlutar tungunnar skynja mismunandi hluti: sætt á tungubroddinum, súrt á hliðunum, salt í miðjunni (skiptir ekki máli í víni) og beiskja/alkóhól aftast.

Þegar þú smakkar vín, veltu því þá um bragðlaukana og athugaðu jafnvægi þessara þátta:

  • Fylling – er vínið þétt eða þunnt?
  • Sýra – gefur víni skerpu og ferskleika. Vín er flatt án sýru og súrt ef sýran er of mikil.
  • Tannín – beiskt bragð frá hýði þrúganna og steinanna, skiptir miklu máli fyrir eftirbragðið, algengast í rauðvínum.
  • Sæta – frá ávaxtabragðinu í í víninu sem og ógerjuðum sykri sem eftir er í víninu. Vín er „þurrt“ ef það hefur engan sætan keim.
  • Ávextir – fer eftir þrúgutegund, vaxtarskilyrðum og vinnubrögðum víngerðarmannsins.

Eftirbragð
Þegar búið er að kyngja víninu, veltu þá fyrir þér eftirbragðinu. Hvernig var fyllingin? Hversu lengi entist bragðið? Var vínið sætt, súrt, tannískt eða ávaxtaríkt.?

Allir athugasemdir vel þegnar!

%d bloggers like this: