Sue Hodder á Íslandi

09.28.2014

Í vikunni var haldinn fundur í Vínklúbbnum.  Þessi fundur var sérstæður fyrir þær sakir að í fyrsta sinn (a.m.k. í þau 16 ár sem ég hef verið félagi í klúbbnum) var gestur á fundinum, og þetta var ekki hvaða gestur sem er.  Sue Hodder hefur í rúm 20 ár unnið sem víngerðarmaður (winemaker) hjá Wynns […]

Lesa meira →

Bestu kaupin í Fríhöfninni

08.19.2014

Líkt og svo fjölmargir aðrir Íslendingar (og aðrir ferðamenn) á ég reglulega leið um Keflavíkurflugvöll og reyni þá auðvitað að versla aðeins í Fríhöfninni. Persónulega finnst mér áfengiskvótinn hlægilega lítill, sérstaklega miðað við önnur lönd í EES, þar sem hann er í flestum löndunum nánast ekki til og maður getur tekið með sér það sem maður getur borið (og […]

Lesa meira →

Svona á ástralskur shiraz að vera!

07.30.2014

Ég er staddur í Falun í Svíþjóð þessa dagana (eins og sést væntanlega á því að ég hef haft óvenjumikinn tíma að til skrifa á Vínsíðuna á undanförnu, eftir ládeyðu vorsins) og á leiðinni út kippti ég með mér einni flösku af Wolf Blass President’s Selection Shiraz 2011.  Ég hef alltaf verið hrifinn af vínunum […]

Lesa meira →

Á að leyfa sölu bjórs og léttvína í verslunum?

07.28.2014

Til stendur að leggja fram þingsályktunartillögu um að heimila sölu á bjór og léttvínum í matvöruverslunum.  Eins og við er að búast hafa menn æði misjafna skoðun á þessu – finna málinu allt til foráttu eða styðja tillöguna heils hugar. Eigum við ekki að leyfa þetta? Að sjálfsögðu, segja stuðningsmenn tillöguna.  Við lifum í forneskju […]

Lesa meira →

15 örugg ráð við val á vín með mat

07.27.2014

Þegar maður vill gera vel við sig með mat og drykk er mikilvægt að þessi tvö atriði – matur og drykkur – passi vel saman.  Þú ferð ekki á Grillmarkaðinn, pantar nautasteik og biður svo um vodka í kók með matnum, og vonandi gildir það sama heima… Það er þó ekki alltaf auðvelt að átta sig […]

Lesa meira →

Hvernig á að elda svínarif

07.26.2014

Vinsælustu leitarorðin sem leiðir fólk inn á Vínsíðuna eru svínarif og villibráð, þ.e. annað hvort er verið að leita að uppskriftum eða að víni með matnum.  Vinsælasta færslan á Vínsíðunni er „Svínarif að hætti hússins“ frá árinu 2009 og skammt undan er „Hin fullkomnu svínarif“ frá því í fyrra. Fyrri færslan segir eiginlega ekki mikið […]

Lesa meira →

Bestu og verstu beljurnar í ríkinu!

07.25.2014

Ég hafði ætlað mér að gera úttekt á þeim kassavínum sem eru í boði í Vínbúðunum, en ekki komið því í verk fyrr en nú.  Eins og gefur að skilja er frekar dýrt að gera almennilega úttekt (það eru um 100 kassavín fáanleg í vínbúðunum!) og því verð ég að einhverju leyti að reiða mig […]

Lesa meira →

Casillero del Diablo Chardonnay Reserva 2013

07.24.2014

Ég hef löngum verið hrifinn af vínunum frá Concha y Toro, einkum þeim í Casillero del Diablo-línunni.  Merlot var lengi í uppáhaldi hjá mér og ég held að ég hafi smakkað flesta (því miður ekki alla) árgangana frá 1997 og upp úr.  Hvítvínin prófa ég því miður sjaldnar, en eitt þeirra datt nýlega inn á […]

Lesa meira →

Spænskt meistaraverk – loksins!

07.22.2014

Árið 2009 skaust lítt þekktur spænskur vínframleiðandi, Bodegas Numanthia, upp á stjörnuhimininn þegar „litla“ vínið hans lenti í 2. sæti á topp-100 lista Wine Spectator.  Numanthia er staðsett í norðvestur-hluta Spánar, svæði sem kallast Toro og er vestast í Castilla y Leon.  Þar vex frekar sjaldgæf tegund af Tempranillo, sem þeir kalla Tinta de Toro – […]

Lesa meira →

Loksins!

06.21.2014

Já, loksins tókst mér að ná í fleiri flöskur af Altano Douro 2011.  Ég var búinn að fara þrisvar sinnum í Heiðrúnu en alltaf var vínið uppselt, og ljóst að íslenskir vínunnendur hafa tekið þessu víni afar vel, eins og það á skilið.  Vínið fær 91 punkt hjá Wine Spectator og kostar ekki nema 1.998 […]

Lesa meira →