Albert Bichot Heritage 1831

04.03.2015

Mér áskotnuðust nýlega eintök af Albert Bichot Heritage 1831 Chardonnay og Pinot Noir.  Þetta eru dæmigerð búrgúndarvín sem væntanlega teljast til litlu vínanna frá Albert Bichot, með skilgreininguna AOC Régionale, sem er eitt lægsta flokkunarþrepið.  Líkt og margir stærri framleiðendur í Bourgogne þá framleiðir Albert mörg vín og er með framleiðslu í öllum helstu svæðum Bourgogne, […]

Lesa meira →

Kominn tími á Gewürztraminer?

04.02.2015

Gewurztraminer eru yfirleitt fyrstu vínin í hverjum árgangi sem koma í sölu, yfirleitt snemma á vorin og við ættum því bráðum að fara að sjá nýja árganga í vínbúðunum.  Þessi vín eru yfirleitt fremur blómleg og ávaxtakennd, jafnvel aðeins krydduð, og þau henta vel með krydduðum mat (tælenskt, indverskt og arabískt).  Þessi vín eru yfirleitt […]

Lesa meira →

Áhugaverð tilraun Casa Lapostolle

03.29.2015

Um daginn bauðst mér að taka þátt í mjög sérstakri vínsmökkun.  Fulltrúi Chileanska vínframleiðandans Casa Lapostolle var staddur hér á landi og sagði frá mjög svo athyglisverðri þróunarvinnu hjá Lapostolle.  Væntanlega er það svo að flestir framleiðendur eru sífellt að leita leiða til að bæta framleiðslu sína eða þróa nýjar vörur.  Hjá Lapostolle er kona […]

Lesa meira →

Meira Beronia

03.13.2015

Vínin frá Beronia í Rioja eru nokkuð örugg kaup, a.m.k. þau vín sem ég hef smakkað hingað til.  Nýlega smakkaði ég tvö vín sem ég hef ekki prófað áður, úr þrúgum sem ekki rata á mitt borð á hverjum degi.  Þetta eru einnar þrúgu vín Beronia Graciano Collection 2011 er gert úr þrúgunni Graciano.  Það […]

Lesa meira →

Santa Alvara

03.09.2015

Í hillum vínbúðanna er að finna vín frá Santa Alvara – 2 rauð og eitt hvítt.  Vínin frá Santa Alvara eru s.k. önnur lína frá Casa Lapostolle, sem er ein af betri víngerðunum í Chile (Clos Apalta var t.d. valið vín árins hjá Wine Spectator fyrir nokkrum árum).  Í svona aðra línu fara þrúgur sem […]

Lesa meira →

Flórídaferðin

03.08.2015

Ég fór til Flórída í síðustu viku á ráðstefnu, sem var kærkomin tilbreyting frá íslenska vetrarveðrinu.  Á svona ferðum fer maður auðvitað út að borða og ég fór á ágæta staði í nágrenni hótelsins. Á Coppar Canyon Grill gat ég ekki annað en fengið mér svínarif hússins, því ég er afskaplega veikur fyrir svínarifjum (líkt […]

Lesa meira →

Frábært vín í Fríhöfninni

02.09.2015

Ég var á ferð um Fríhöfnina um síðustu helgi og tók þá með flösku af Santa Ema Amplus One Peumo 2010.  Þetta er blanda af Carmenere, Syrah og Carignan – sem sagt blanda af kröftugum þrúgum í kröftugum stíl.  Fyrri árgangar af þessu víni hafa verið að fá ágæta dóma (nánast alltaf á bilinu 88-90) […]

Lesa meira →

Það jafnast fátt á við gott hvítvín

01.25.2015

Þegar menn hugsa um frönsk hvítvín dettum flestum Chablis fyrst í hug.  Flest af bestu hvítvínum Frakklands koma líka frá Bourgogne, en þau eru ekki öll frá Chablis.  Frá flestum héruðum Bourgogne koma fyrirtaks hvítvín, en héruðin eru bara svo mörg, að það getur verið erfitt að hafa þau öll á hreinu! Nýlega smakkaði ég […]

Lesa meira →

Vín ársins 2014 er…

12.31.2014

Það þarf kannski ekki að koma á óvart að Vín Ársins 2014 kemur frá Douro-dalnum í Portúgal.  Þar hefur á undanförnum árum orðið sprenging í framleiðslu gæðavína og segja má að víngerð þar hafi nú náð nýjum hæðum.  Þar sem áður voru framleidd ódýr og óspennandi borðvín við hliðina á frábærum púrtvínum eru nú framleidd […]

Lesa meira →

Vín ársins 2014…

12.29.2014

Það er löng hefð fyrir því að útnefna vín ársins hér á Vínsíðunni.  Það var fyrst gert árið 1998 og nánast á hverju ári síðan þá.  Það hefur verið mikið að gera hjá mér á öðrum vettvangi undanfarnar vikur og því lítill tími gefist til vínsmökkunar og til að líta um öxl.  Ég ætla þó […]

Lesa meira →