Vistvænn spánverji

03.13.2014

Hingað til hefur ekki verið hægt að hrópa húrra fyrir öllum lífrænt ræktuðum vínum en af og til rekst maður á góð, lífræn vín.  Eitt þeirra er  Beronia Vina Ecologica Rioja 2010.  Ég prófaði þetta í fyrravor (man ekki hvort það var sami árgangur eða 2009) og var bara nokkuð sáttur við það þá.  Vínið […]

Lesa meira →

Altano Quinta do Ataíde Reserva 2009

03.12.2014

Árshátíð Vínklúbbsins var haldin nýlega á Hótel Hellissandi (nánar um það á næstunni). Á upphituninni kvöldið áður opnaði ég flösku af Altano Douro Quinta do Ataíde Reserva 2009. Ég vissi ósköp lítið um þetta vín en varð strax mjög imponeraður. Vínið er fallega dökkrautt, unglegt en með góða dýpt. Í nefinu finnur maður lakkrís, plómur, […]

Lesa meira →

Whatever it takes – Shiraz

03.06.2014

Í gær fjallaði ég aðeins um Whatever It Takes-vínin frá Vicente Gandia, nánar tiltekið um Cabernet Sauvignon, skreytt af George Clooney.  Ég á líka eina flösku af Shiraz, en hún er skreytt af David Bowie.  Það verður að segjast eins og er að útlitið á flöskunni lokkar mann ekkert sérstaklega til að prófa vínið – […]

Lesa meira →

Whatever it takes góðgerðarvín

03.05.2014

Einhverjir hafa eflaust tekið eftir skrautlegum flöskum í hillum vínbúðanna og óvenjulegu nafni á vínlínu frá Vicente Gandia.  Línan heitir Whatever it takes og í henni eru alls 6 mismunandi vín (3 rauð, 2 hvít og eitt rósa), og 3 þeirra eru fáanlega hér á landi.  Hér eru á ferðinni vín sem seld eru til […]

Lesa meira →

La Larme d’Or

02.25.2014

Dóttir mín hafði lengi suðað í mér að hana langaði í grillaðan humar (annar tveggja uppáhaldsréttanna – hinn er blóðug nautalund, ég þori því varla að bjóða henni upp á surf’n’turf…) og við létum til leiðast um daginn.  Humarinn var grillsteiktur í ofni, hvítlauksmarineraður (nema hvað) og borinn fram með risotto og hvítlaukssósu (uppskrift í […]

Lesa meira →

Geirmundur Cabernet Sauvignon?

01.28.2014

Þessa dagana er ég staddur i Svíþjóð, nánar tiltekið í Östersund.  Mér finnst ég vera kominn á norðurhjara veraldar og hálfpartinn sé eftir því að hafa látið plata mig hingað en staðreyndin er þó sú að ég er á nánast sömu breiddargráðu og Reykjavík!  Þegar maður er staddur í útlandinu reynir maður auðvitað að skoða […]

Lesa meira →

Ábending dagsins

01.27.2014

Ég hef svo sem sagt það nokkrum sinnum að ég les reglulega ameríska víntímaritið Wine Spectator, og þar sem ég er áskrifandi fæ ég líka reglulega tölvupóst með ábendingum um vín sem fá sérstaka athygli í væntanlegu blaði u.þ.b. 2-3 vikum áður en blaðið kemur út.  Oft eru þetta vín sem maður hefur lítinn séns […]

Lesa meira →

Vín ársins á Vínsíðunni

12.31.2013

Já, þá er komið að því að útnefna Vín ársins á Vínsíðunni.  Ég held að ég hafi fyrst gert þetta árið 2000 þegar Casillero del Diablo Merlot 1998 varð fyrir valinu.  Síðan hafa vín á borð við Tignanello og Purple Angel verið útnefnd sem vín ársins.  Eina skilyrðið sem ég hef sett er að vínið […]

Lesa meira →

Fleiri vín sem vert er að minnast á

12.30.2013

Það styttist í útnefninguna á Víni ársins.  Í síðustu færslu taldi ég upp nokkur vín sem hlutu „honourable mention“ (líkt og hinir 9 í kjörinu á íþróttamanni ársins?).  Þessi vín áttu það öll sameiginlegt að þau eru nokkuð hagstæð í innkaupum, þ.e. kosta öll undir 3.000 krónum (eða þar um bil).  Það er þó ekki […]

Lesa meira →

Vín ársins – niðurtalning

12.23.2013

Ég hef í rúman áratug útnefnt Vín Ársins á Vínsíðunni, en þó verður að viðurkennast að stundum hefur útnefningin fallið niður þegar ákveðin lægð hefur verið á starfseminni (líkt og lesendur hafa kannski orðið varir við undanfarinn mánuð). Ég hef litið um öxl og skoðað þá víndóma sem birst hafa hér á síðunni á árinu […]

Lesa meira →