Columbia Crest Two Vines Chardonnay

04.09.2014

Ég hef alltaf verið hrifinn af góðum amerískum Chardonnay.  Áður en ég flutti út til Svíþjóðar fyrir allmörgum árum keypti ég af og til Beringer Chardonnay og komst meira að segja yfir nokkrar Beringer Private Reserve Chardonnay, sem voru í miklu uppáhaldi hjá mér.  Því miður er langt um liðið síðan ég smakkaði góðan amerískan […]

Lesa meira →

Gott frá Toscana

04.08.2014

Í nýjasta eintaki Wine Spectator er m.a. fjallað um ítölsk vín.  Líkt og venjulega er fjöldi víndóma í blaðinu, og tvö af þeim vínum sem falla í flokkinn Smart Buy eru fáanleg í hillum vínbúðanna.  Þetta eru Toscana-vín sem bæði kosta undir 3.000 krónum. Bæði vínin fá 92 punkta, en það eru Tommasi Poggio al Tufo […]

Lesa meira →

Góð kaup í portúgölskum vínum

03.31.2014

Portúgal á sér langa víngerðarsögu, einkum í Douro-dalnum vestur af borginni Porto.  Um dalinn rennur samnefnd á, sem á upptök sín á Spáni og mun vera þriðja lengsta áin á Íberíuskaganum.  Vínviðurinn er ræktaður í bröttum hlíðum meðfram ánni og þar hafa löngum verið framleidd púrtvín.  Rauðvín hafa einnig verið framleidd þar en hafa þar […]

Lesa meira →

Annað gott lífrænt frá Spáni

03.27.2014

Um daginn sagði ég frá hinu ágæta Beronia Vina Ecologica Rioja 2010, sem er eiginlega fyrsta almennilega lífrænt ræktaða vínið sem ég smakka.  Reyndar verð ég að viðurkenna að það var ansi langt síðan ég hafði þá áður smakkað vín með lífræna vottun og var þá lítið hrifinn.  Munurinn á þessu Beronia víni og því […]

Lesa meira →

Vínbúðin í Hafnarfirði flytur og stækkar!

03.26.2014

Vínbúðin í Hafnarfirði er flutt í nýtt og stærra húsnæði.  Um leið hækkar hún um flokk og fer í sama flokk og Heiðrún og vínbúðirnar í Kringlunni og Skútuvogi, þ.e. með allt úrvalið sem ÁTVR býður upp á. Til hamingju Hafnfirðingar með Álfrúnu!

Lesa meira →

Nokkur góð kaup

03.25.2014

Í nýjasta Advance-fréttablaðinu frá Wine Spectator eru nokkur vín sem eru fáanleg í vínbúðunum hér heima (hafa a.m.k. verið til í öðrum árgöngum).  Þessi vín flokkast undir að vera „smart buy“ og eru í raun gamlir kunningjar þeirra sem versla hafa í vínbúðunum í gegnum árin. Bodegas Campo Viejo Tempranillo Rioja Reserva 2008 – 89 […]

Lesa meira →

Las moras black label 2011

03.21.2014

Ég er farinn í enn eina útlegðina til Svíþjóðar en áður en ég fór var auðvitað eldaður góður matur með fjölskyldunni.  Ofnsteikt lambalæri með Hasselback-kartöflum (sem krakkarnir elska) og sveppasósu.  Með þessu opnaði ég Las Moras Black Label Malbec 2011 sem ég fékk að gjöf um daginn.  Argentínskur Malbec er yfirleitt pottþétt kaup þessa dagana, […]

Lesa meira →

Tvö gömul og góð!

03.19.2014

Ég var bara nokkuð duglegur í eldhúsinu um síðustu helgi.  Á laugardeginum eldaði ég lambainnralæri í rauðvínssósu með sætkartöflumús og drakk með því Beronia Rioja Reserva 2009.  Vínið er enn í yngri kantingum með þægilegum keim af sólberjum, lakkrís, smá súkkulaði og eik.  Góð fylling og jafnvægi, eftirbragð sem heldur sér vel.  Passaði vel með […]

Lesa meira →

Árshátíð Vínklúbbsins

03.14.2014

Vínklúbburinn hélt nýlega hina legendarísku árshátíð sína.  Haldið var á Hótel Hellissand þar sem Jón Kristinn tók vel á móti okkur.  Sumir komu kvöldið fyrir árshátíðina og við héldum smá upphitun – fengum frábæra humarpizzu og drukkum góð vín.  Ég tók með mér Altano Douro Quinta do Ataide Reserva 2009 (sjá aðra færslu) sem kom […]

Lesa meira →

Vistvænn spánverji

03.13.2014

Hingað til hefur ekki verið hægt að hrópa húrra fyrir öllum lífrænt ræktuðum vínum en af og til rekst maður á góð, lífræn vín.  Eitt þeirra er  Beronia Vina Ecologica Rioja 2010.  Ég prófaði þetta í fyrravor (man ekki hvort það var sami árgangur eða 2009) og var bara nokkuð sáttur við það þá.  Vínið […]

Lesa meira →