Loksins!

06.21.2014

Já, loksins tókst mér að ná í fleiri flöskur af Altano Douro 2011.  Ég var búinn að fara þrisvar sinnum í Heiðrúnu en alltaf var vínið uppselt, og ljóst að íslenskir vínunnendur hafa tekið þessu víni afar vel, eins og það á skilið.  Vínið fær 91 punkt hjá Wine Spectator og kostar ekki nema 1.998 […]

Lesa meira →

Nokkrir víndómar

05.31.2014

Það hefur verið hálfgerður þurrkur í vínsmökkun hjá mér að undanförnu, en svona til að sýna smá lit þá koma hér nokkrir víndómar úr nýjasta Wine Spectator fyrir vín sem fást í vínbúðunum, flest þeirra gamlir kunningar: Lindemans Cabernet Sauvignon Bin 45 2013 – 85p – 2.399 kr Lindemans Chardonnay Bin 65 2013 – 86p […]

Lesa meira →

Robert Parker dásamar Catena Zapata

05.21.2014

Vínskríbentinn Robert Parker er gríðarlega áhrifamikill í vínheiminum, og álit hans geta haft mikla þýðingu fyrir framgang nýrra (og eldri) vína.  Nýlega fjallaði hann um Catena Zapata í tímariti sínu The Wine Advocate, og er óhætt að setja að dómarnir séu góðir.  Hann fjallar ítarlega um Catena Zapata, sem hafa verið frumherjar í víngerð í […]

Lesa meira →

Glæsileg vínkynning Castello Banfi

05.08.2014

Fulltrúar ítalska vínframleiðandans Castello Banfi og Bakkusar stóðu fyrir glæsilegri vínkynningu í Perlunni í gær – Toscana experiene.  Fulltrúar frá Castello Banfi kynntu þar vín fyrirtækisins og buðu gestum að smakka flest ef ekki öll þau vín sem fyrirtækið framleiðir – hvítvín, rauðvín, sætvín og grappa.  Fjölmenni var mætt til að kynna sér þessi úrvalsvín […]

Lesa meira →

Bestu kaupin í ríkinu í dag!

05.05.2014

Þessi fyrirsögn kemur af og til á Vínsíðuna (og aðrar vínsíður) þegar maður rekst á eitthvað gómsætt vín. Um daginn smakkaði ég Altano Douro 2011 frá Portúgal og var virkilega ánægður með vínið. Fallega rautt, unglegt að sjá og ekki mikill þroski sjáanlegur. Í nefinu er mikið af kirsuberjum og súkkulaði, vottur af pipar og kaffi […]

Lesa meira →

ERA – lífrænt framleidd vín frá Ítalíu

04.19.2014

Framboð á lífrænt ræktuðum og framleiddum vínum hefur aukist mjög undanfarinn áratug.  Fyrstu lífrænu vínin voru þó ekki mjög merkileg en líklega er þar frekar um að kenna víngerðinni sjálfri frekar en því að vínin séu framleidd á lífrænan hátt.  Reynslunni ríkari og í krafti aukinnar eftirspurnar hefur áherslan á framleiðslu lífrænna vína aukist og […]

Lesa meira →

Banfi Tuscan Experience

04.10.2014

Miðvikudaginn 7. maí n.k. koma fulltrúar ítalska vínhússins Castello Banfi til landsins og halda glæsilega vínkynningu í Perlunni kl 18-21, þar sem þeir munu kynna vín Banfi fyrir íslenskum vínáhugamönnum, í samstarfi við Bakkus ehf, umboðsaðila Castello Banfi á Íslandi.  Á kynningunni verða m.a. kynnt vín frá héruðunum Montalcino, Chianti Classico og Bolgheri.  Aðgangur er ókeypis […]

Lesa meira →

Columbia Crest Two Vines Chardonnay

04.09.2014

Ég hef alltaf verið hrifinn af góðum amerískum Chardonnay.  Áður en ég flutti út til Svíþjóðar fyrir allmörgum árum keypti ég af og til Beringer Chardonnay og komst meira að segja yfir nokkrar Beringer Private Reserve Chardonnay, sem voru í miklu uppáhaldi hjá mér.  Því miður er langt um liðið síðan ég smakkaði góðan amerískan […]

Lesa meira →

Gott frá Toscana

04.08.2014

Í nýjasta eintaki Wine Spectator er m.a. fjallað um ítölsk vín.  Líkt og venjulega er fjöldi víndóma í blaðinu, og tvö af þeim vínum sem falla í flokkinn Smart Buy eru fáanleg í hillum vínbúðanna.  Þetta eru Toscana-vín sem bæði kosta undir 3.000 krónum. Bæði vínin fá 92 punkta, en það eru Tommasi Poggio al Tufo […]

Lesa meira →

Góð kaup í portúgölskum vínum

03.31.2014

Portúgal á sér langa víngerðarsögu, einkum í Douro-dalnum vestur af borginni Porto.  Um dalinn rennur samnefnd á, sem á upptök sín á Spáni og mun vera þriðja lengsta áin á Íberíuskaganum.  Vínviðurinn er ræktaður í bröttum hlíðum meðfram ánni og þar hafa löngum verið framleidd púrtvín.  Rauðvín hafa einnig verið framleidd þar en hafa þar […]

Lesa meira →