Púrtvín í efsta sæti

11.15.2014

Síðdegis í gær kom í ljós hvaða vín hlaut útnefninguna Vín Ársins 2014 hjá Wine Spectator.  Fyrir valinu varð Dow’s Vintage Port 2011 (99 stig, $80, 5,000 kassar framleiddir).  Sumir lesendur blaðsins hafa gagnrýnt þetta val og vilja þeir að púrtvín séu sér í flokki þegar kemur að þessari tilnefningu.  Flestir virðast þó almennt sáttir […]

Lesa meira →

Vín ársins handan við hornið

11.13.2014

Ég hef haft frekar mikið að gera að undanförnu og lítinn tíma haft til að skrifa hér á Vínsíðuna.  Ég vaknaði svo upp við vondan draum þegar ég var á heimleið í dag – Wine Spectator hefur verið að telja niður topp 10-listann sinn þessa vikuna og mun tilkynna um vín ársins á morgun, og […]

Lesa meira →

Banfi Cum Laude

09.30.2014

Cum Laude frá Castello Banfi er eitt af hinum svo kölluðu Super-Toscana vínum, þ.e.a.s. gæðavínum frá Toscana sem ekki fylgja hefðbundnum reglum um víngerð í héraðinu.  Lengi vel voru þessu vín flokkuð sem einföld borðvín en eftir að vinsældir þeirra jukust sættust menn á að þessi vín fengju flokkunina Toscana IGT.  Í stuttu máli sagt […]

Lesa meira →

Sue Hodder á Íslandi

09.28.2014

Í vikunni var haldinn fundur í Vínklúbbnum.  Þessi fundur var sérstæður fyrir þær sakir að í fyrsta sinn (a.m.k. í þau 16 ár sem ég hef verið félagi í klúbbnum) var gestur á fundinum, og þetta var ekki hvaða gestur sem er.  Sue Hodder hefur í rúm 20 ár unnið sem víngerðarmaður (winemaker) hjá Wynns […]

Lesa meira →

Bestu kaupin í Fríhöfninni

08.19.2014

Líkt og svo fjölmargir aðrir Íslendingar (og aðrir ferðamenn) á ég reglulega leið um Keflavíkurflugvöll og reyni þá auðvitað að versla aðeins í Fríhöfninni. Persónulega finnst mér áfengiskvótinn hlægilega lítill, sérstaklega miðað við önnur lönd í EES, þar sem hann er í flestum löndunum nánast ekki til og maður getur tekið með sér það sem maður getur borið (og […]

Lesa meira →

Svona á ástralskur shiraz að vera!

07.30.2014

Ég er staddur í Falun í Svíþjóð þessa dagana (eins og sést væntanlega á því að ég hef haft óvenjumikinn tíma að til skrifa á Vínsíðuna á undanförnu, eftir ládeyðu vorsins) og á leiðinni út kippti ég með mér einni flösku af Wolf Blass President’s Selection Shiraz 2011.  Ég hef alltaf verið hrifinn af vínunum […]

Lesa meira →

Á að leyfa sölu bjórs og léttvína í verslunum?

07.28.2014

Til stendur að leggja fram þingsályktunartillögu um að heimila sölu á bjór og léttvínum í matvöruverslunum.  Eins og við er að búast hafa menn æði misjafna skoðun á þessu – finna málinu allt til foráttu eða styðja tillöguna heils hugar. Eigum við ekki að leyfa þetta? Að sjálfsögðu, segja stuðningsmenn tillöguna.  Við lifum í forneskju […]

Lesa meira →

15 örugg ráð við val á vín með mat

07.27.2014

Þegar maður vill gera vel við sig með mat og drykk er mikilvægt að þessi tvö atriði – matur og drykkur – passi vel saman.  Þú ferð ekki á Grillmarkaðinn, pantar nautasteik og biður svo um vodka í kók með matnum, og vonandi gildir það sama heima… Það er þó ekki alltaf auðvelt að átta sig […]

Lesa meira →

Hvernig á að elda svínarif

07.26.2014

Vinsælustu leitarorðin sem leiðir fólk inn á Vínsíðuna eru svínarif og villibráð, þ.e. annað hvort er verið að leita að uppskriftum eða að víni með matnum.  Vinsælasta færslan á Vínsíðunni er „Svínarif að hætti hússins“ frá árinu 2009 og skammt undan er „Hin fullkomnu svínarif“ frá því í fyrra. Fyrri færslan segir eiginlega ekki mikið […]

Lesa meira →

Bestu og verstu beljurnar í ríkinu!

07.25.2014

Ég hafði ætlað mér að gera úttekt á þeim kassavínum sem eru í boði í Vínbúðunum, en ekki komið því í verk fyrr en nú.  Eins og gefur að skilja er frekar dýrt að gera almennilega úttekt (það eru um 100 kassavín fáanleg í vínbúðunum!) og því verð ég að einhverju leyti að reiða mig […]

Lesa meira →