Rauðvín og fiskur?

Venja er að drekka hvítvín með fiski, en ef þú ert hrifnari af rauðvínum þá er auðvelt að velja rétta rauðvínið með fiskinum.

Best er að velja ávaxtaríkt vín, s.s. frá Beaujolais (t.d. „grand cru“ Beaujolais á borð við Moulin-a-Vent, Fleurie eða Morgon) eða Pinot Noir (þá helst ávxtaríkan Pinot frá Kaliforníu, t.d. frá Central Coast eða Santa Barbara-svæðinu).

Fisktegundir sem fara vel með rauðvíni eru feitir og rauðir fiskar á borð við lax, silung (grillaður) og túnfisk, en einnig er lúðan góð með rauðvíni, sérstaklega ef hún er grilluð.

Allir athugasemdir vel þegnar!

%d bloggers like this: