Sauternes eða Sauterne?

Sauternes er skilgreint svæði í Bordeaux og er þekkt fyrir sæt hvítvín, sem almennt eru talin þau bestu í heiminum í flokki slíkra vína. Frægast þeirra er án efa Chateau d’Yquem.

En er einhver munur á vínum sem kennd eru við Sauternes eða Sauterne (vantar -s aftast)?

Jú, ef vínið er sagt vera Sauterne er það líklega lélegt vín (en þó sætt vín) sem framleiðendur eru að reyna að pranga inn á neytendur sem telja sig vera að kaupa alvöru Sauternes-vín.

Hugsaðu þér tónlistarmanninn Bruce Springstene sem reyndi að koma sér áfram í nafni Bruce Springsteen (eða Björg í staðinn fyrir Björk?).

Allir athugasemdir vel þegnar!

%d bloggers like this: