Sauternes

Sauternes er í suðurhluta Graves-héraðs í Bordeaux, og frá því (og nágrannahéraðinu Barsac) koma frægustu sætu „desertvín“ í heiminum. Í gegnum héraðið rennur áin Garonne og þokukenndar aðstæður valda því að „eðalmyglan“ (Botrytis cinerea) leggst á berin. Fyrstu framleiðendur komust að því að þessi mygla varð til þess að vín úr berjunum urðu rík af hunangsbragði og fengu á sig djúpan brúnleitan blæ. Þetta vín getur geymst/elst nánast óendanlega. Sauternes eru aðallega gerð úr semillon þrúgunni ásamt litlu magni af sauvignon blanc og muscatel. Það er mjög erfitt að framleiða Sauternes. Myglan þarf að vera í nákvæmlega réttu magni og aðeins réttu berin eru týnd og notuð. Þessar þrúgur ná allt að 14% áfengismagni í þeim, sem drepur mygluna og skilur eftir sig mikið af sykrinum sem venjulega síast út. Sautenes er viðkvæmara fyrir uppskerubresti en önnur vín. Árgangar eru mjög mikilvægir. Veðurfar getur gert út af við heilu uppskeruna og einnig gert hana pottþétta.

Bragið í Sauternes er aðallega aprikósa, ferskja, ananas og vanilla, og vínin eru mjúk og þykk.

Chateau d’Yquem ber höfuð og herðar yfir aðra framleiðendur í Sauternes, en Chateau Rieussec, Chateau Climens, Chateau Guiraud, Chateau Suduiraut og fleiri framleiða einnig afbragðsgóð vín.

Allir athugasemdir vel þegnar!

%d bloggers like this: