Sauvignon Blanc og Fumé Blanc

Þekkir þú muninn á Sauvignon Blanc og Fumé Blanc?Það er margir sem halda að Sauvignon Blanc (borið fram Sóvinjón Blank) og Fumé Blanc (borið fram Fjúmei Blank) séu ólíkar þrúgur, en í raun er hér um að ræða einu og sömu þrúguna – Sauvignon Blanc. Nafnið Fumé Blanc er komið frá sjálfum Robert Mondavi, vínframleiðanda í Kaliforníu. Til að markaðssetja nýtt vín gert úr Sauvignon Blanc ákvað hann að kalla vínið Fumé Blanc, eftir Pouilly-Fumé (borið fram Pjúí-Fjúmei) sem er meðal bestu hvítvína í heimi.

Markaðssetningin tókst með afbrigðum vel, vínið rokseldist, og nú er svo komið að fleiri framleiðendur búa nú til hvítvín úr Sauvignon Blanc og nefna Fumé Blanc. Beringer framleiðir t.d. bæði Sauvignon Blanc og Fumé Blanc!

Allir athugasemdir vel þegnar!

%d bloggers like this: