Spánn

Fróðleikur um Spán

Spánverjar hafa ávallt verið stoltir af eigin hefðum og spænskir vínframleiðendur hafa lengi haldið sig frá alþjóðlegum straumum víngerðar þar sem eikarfyllt Chardonnay og tannísk Cabernet hafa ráðið ríkjum. Þeirra bestu vín eru gerð úr þrúgum sem einkenna spænska vínframleiðslu og á hefðbundinn hátt.

Þekktustu vín í öllum verðflokkum eru rauð, einkum þau sem gerð eru úr Tempranillo-þrúgunni, sem er áberandi í héruðunum Rioja, Ribera del Duero, Navarra og Toro. Cabernet Sauvignon er farin að láta á sér kræla, oftast í blöndu með Tempranillo, en lítt þekktar þrúgur færa vínum frá Penedès, Priorato og Somontano sín sérstöku einkenni. Spænsk víngerðarlög eru ekki ósvipuð þeim frönsku, þar sem bestu svæðnum er stjórnað og skipt niður í 52 Denominacíons.

Flestir bodegas (vínframleiðendur) bjóða upp á ferns konar rauðvín, sem er skipt niður eftir því hversu lengi þau þroskast í tunnum eða flöskum áður en þau eru sett á markað. Þau kallast (eftir vaxandi aldri og verði) sin crianza, crianza, reserva og gran reserva.

Sin crianza eru sett í sölu á fyrsta ári eftir uppskeruna, og eru ekki ósvipuð Beaujolais Nouveau í framleiðslu og stíl, þau eru létt og sjaldan seld út fyrir Spán. Bestu kaupin eru oftast í crianza og reserva, sem eru a.m.k. 1 ár í eikartunnum. Gran reserva verða að vera minnst tvö ár (og eru oft miklu lengur) í eikartunnum, og algengt er að þau séu sett á markað 5-7 árum eftir uppskeru. Þau eiga að vera bestu vín síns árgangs og eiga að hafa náð fullum þroska þegar þau fara í sölu.

Allir athugasemdir vel þegnar!

%d bloggers like this: