Sveitavín!

Ekki er langt síðan hugtakið „vin de pays“ kom fram á sjónarsviðið, eða upp úr 1970. Þá var mikil alþjóðleg eftirspurn eftir frönskum einnar-þrúgu vínum sem hefðu tilgreindan uppruna, en þá var mikið bil á milli ódýrra vin de table og dýrra vína með appellation controlée merkingu. Þá fóru franskir vínframleiðendur að framleiða slík vín og kölluðu þau vin de pays eða „sveitavín“. Þau hafa nú náð miklum vinsældum og eru fjórðungur allra vína sem seld eru í Frakklandi. Mest er nú framleitt af vin de pays d’Oc („sveitavín frá Oc“) sem koma frá Suður-Frakklandi, einkum frá Languedoc.

Allir athugasemdir vel þegnar!

%d bloggers like this: