Posts tagged as:

2008

Dr. Leifsson býður í mat

Höfundur: Eiríkur Þann 17. janúar 2013

SondraiaÉg komst í feitt um síðustu helgi þegar ég var ásamt Keizarafjölskyldunni boðinn í mat til dr. Leifssonar.  Dr. Leifsson er kollegi minn og stefnir að því að flytja heim til Íslands í sumar.  Hann hefur áður sýnt ótvíræða hæfileika í eldhúsinu og það sko varð enginn fyrir vonbrigðum.  Hann gerði nefnilega prýðisgott Lasagna sem vakti mikla lukku gestanna og með þessu drukkum við Poggio al Tesoro Sondraia 2008 – ofur-Toskani sem ég hef áður prófað og líkað vel við.  Þetta vín er enn frekar ungt að sjá, með góða dýpt og fallega tauma í glasinu, ilmur af plómum, sólberjum, tóbaki og vottur af kakó.  Þétt og góð tannín, sýra sem tekur vel á móti, gott jafnvægi og eftirbragð sem heldur sér vel og lengi.  Ákaflega vel gert vín.  Einkunn: 9,0.

Við drukkum líka Chateau Mont-Redon Chateauneuf-du-Pape 2010, nýr árgangur af þessu vinsæla víni.  Það er enn í yngri kantinum og mætti aðeins fá að liggja smá stund áður en það fer að njóta sín til fulls.  Einkunn: 8,5.

Í eftirrétt bauð dr. Leifsson upp á franska eplaböku sem var ákaflega ljúffeng og voru henni gerð góð skil.  Með bökunni bauð hann upp á Pinot Gris frá Alsace, en því miður missti ég af því hvaða vín það var (doktorinn kannski man það?).

Þegar leið á kvöldið fannst líka flaska með freyðivíni frá Chile (gæti hafa verið Casa Rivas Brut) sem kom ágætlega á óvart.

Doktornum eru færðar bestu þakkir fyrir gott kvöld!

{ Comments on this entry are closed }

Nýársveislan

Höfundur: Eiríkur Þann 2. janúar 2013

20130101-202613.jpg
Við fjölskyldan fögnuðum áramótunum með fjölskyldu Guðrúnar, þar sem boðið var upp á kalkúnabringur að hætti húsbóndans á Brúnastöðum. Við Guðrún héldum svo upp á Nýársdaginn með dýrindis þriggja rétta máltíð. Í forrétt fengum við okkur Foie gras og með slíkum kræsingum hæfir aðeins að drekka ósvikið kampavín. Við fengum okkur Taittinger Brut Champagne La Francise (NV), góð sýra, eik og ristað brauð, græn epli, sítrónur og sjávarsalt. Fór vel með Foie Gras. Einkunn: 8,5.

20130101-202627.jpgAðalrétturinn var nautalund, elduð á hefðbundinn hátt og borin fram með smjörsteiktum kartöflum, grænum sperglum og púrtvínssósu. Með þessu drukkum við Chateau Cantenac-Brown Margaux BriO 2008. Unglegt vín með lítinn þroska, sæmileg dýpt. Plómur og sólber áberandi í fremur einfaldri lykt, vottar aðeins fyrir fjólum. Í munni góð sýra en skortir kannski aðeins tannín á móti. Smá súkkulaði í eftirbragðinu. Einkunn: 8,5

{ Comments on this entry are closed }

Vín Ársins 2011

01.06.2012

Þegar velja skal vín ársins er ýmislegt sem þarf að hafa í huga – verð, gæði, framboð o.s.frv.  Þar sem Vínsíðan er skrifuð á íslensku og fyrir íslenska vínáhugamenn er einnig æskilegt að vín ársins sé fáanlegt á Íslandi og þá vandast valið, því ég hef ekki aðgang að öllu því sem er fáanlegt á […]

Lesa meira →

Fonterutoli Chianti Classico 2008

12.03.2011

Eitt af vínunum á topp-100 lista ársins er Fonterutoli Chianti Classico 2008.  Þetta vín er fáanlegt hér í Svíþjóð fyrir litlar 149 sænskar krónur og ég keypti nokkrar flöskur um daginn.  Ég drakk það svo með svínakótilettum að hætti Per Morberg, sem er sjónvarpskokkur hér í Svíþjóð og hefur m.a. unnið sér til frægðar að […]

Lesa meira →

Chateau Prat-Majou-Gay

08.28.2011

Já, það er til vínhús og vín með þessu nafni!  Það kemur frá Languedoc-Roussillon í suðurhluta Frakkland, nánar tiltekið frá Minervois.  Ég keypti 2008-árganginn um daginn sem hugsanlegan húsvínskandidat (eins og lesendur vafalaust eru nú farnir að taka eftir þá er ég alltaf að leita að nýju húsvíni) og við vorum bara nokkuð ánægð með […]

Lesa meira →

Árshátíðir vínklúbbanna

05.21.2011
Thumbnail image for Árshátíðir vínklúbbanna

Það hefur verið frekar hljótt hér á Vínsíðunni að undanförnu og er þar ýmsu um að kenna.  Ég hef verið önnum kafinn í vinnunni, verið á dálitlu flandri í tengslum við það og einnig verið upptekinn við að koma frá mér vísindagrein.  Nú hefur heldur róast á þessu sviði og því hægt að halda áfram […]

Lesa meira →

Húsvínið

03.09.2011

Húsvínið hjá okkur hjónunum hefur löngum verið eitthvert kassavín, þó reyndar hafi ákveðin kassavín verið keypt mun oftar en önnur.  Gallinn við það af hafa kassavín sem húsvín er að ef manni líkar ekkert of vel við vínið þá tekur töluverðan tíma að klára úr beljunni, og síðustu droparnir enda oftast sem sósuvín eða til […]

Lesa meira →

Anelletti al Forno

11.22.2010

Í gær ætluðum við að eiga notalega kvöldstund og borða góðan en einfaldan mat.  Við ætluðum fyrst að gera lasagna en svo fann ég uppskrift að rétti sem heitir Anelletti al Forno, sem líkt og lasagna er ofnbakaður pastaréttur.  Rétturinn var einfaldur og tiltölulega fljótlegur í matreiðslu (eldunartíminn um 1½ klst).  Niðurstaðan var mjög góður […]

Lesa meira →

Góður Gewurztraminer

11.09.2010

Um helgina opnaði ég eina Jules Muller Gewurztraminer Réserve Alsace 2008 og hún kom mér þægilega á óvart.  Þetta er fallega gult vín með góðri angan af apríkósum, fläder (man ekki hvað það heitir á íslensku) og vott af hnetum sem kemur aðeins betur fram í bragðinu.  Vínið er aðeins sætara en ég bjóst við […]

Lesa meira →

Úr tilraunaeldhúsinu

10.30.2010

Mig hafði lengi langað í gasbrennara, m.a. til þess að geta búið til Creme Brulée.  Ég varð því mjög ánægður þegar Guðrún gaf mér einn slíkan um daginn.  Það var þó fyrst í dag að ég keypti gas í brennarann og því ekki seinna vænna að skella í Creme Brulée!  Ég varð eiginlega hálf hissa […]

Lesa meira →