Posts tagged as:

Fiskur

Saumaklúbburinn

Höfundur: Eiríkur Þann 30. janúar 2013

Guðrún hélt saumaklúbb um síðustu helgi20130126-113540.jpg og bauð upp á dýrindis fiskisúpu sem ég vil endilega mæla með.  Uppskriftina finnið þið á síðunni eldhussögur.com

Hún vildi líka bjóða upp á hvítvín með fiskisúpunni og ég keypti því nokkrar flöskur, m.a. til að prófa nokkur ólík hvítvín. Eitt af þeim vínum sem ég keypti var Rosemount Chardonnay Semillon 2012, en fyrir rúmum áratug var ég hrifinn af þessu víni og keypti það af og til.  Ekki man ég alveg hvernig það bragðaðist, en því miður var þetta hvítvín of heitt þegar ég smakkaði það og það naut sín ekki til fullnustu – ágætis bragð en kannski ekki akkúrat vínið sem hentaði fiskisúpunni. Ég keypti líka Montes Chardonnay 2011 en náði ekki að smakka það (saumaklúbburinn kláraði það áður en ég komst að!).  Guðrún var þó ekki eins ánægð með það og með Rosemount-vínið.  Wine Spectator gefur því 85 punkta.

20130126-113550.jpgÉg hafði svo keypt tvær flöskur af Marqués de Riscal Rueda 2011 sem ég hafði 20130129-162815.jpgupphaflega hugsað mér að þær myndu drekka með fiskisúpunni.  Þetta er frekar látlaust hvítvín með léttum sítrus- og ávaxtakeim, ekki mikil fylling en gott jafnvægi.  Hentar vel með bragðsterkari réttum á borð við áðurnefnda fiskisúpu.  Wine Spectator gefur þessu víni 84 punkta

{ Comments on this entry are closed }

Chenin Blanc

Höfundur: Eiríkur Þann 29. júlí 2009

Sumarvínið mitt í ár er Foot of Africa Chenin Blanc, létt og skemmtilegt hvítvín í kassa!  Þetta er einstaklega þægilegur sumardrykkur, tilvalið þegar verið er að undirbúa matinn og grillið að hitna.  Chenin Blanc er ekki mjög þekkt þrúga – hana er aðallega að finna í Loire-héraði í Frakklandi og í Suður-Afríku, þar sem hún er reyndar algengasta þrúgan og gengur þar oft undir nafninu Steen.  Þrúgan er sýrurík og fjölhæf, þannig að hana má nota jafnt í freyðivín sem sætvín og allt þar á milli.  Hún er einnig móttækileg fyrir staðbundnum áhrifum, eða terroir, og getur þannig haft súrsætan eplakeim eða eða hunangs- og blómakeim, allt eftir því hvar hún vex.  Í góðu árferði er einnig hægt að láta þrúgurna fá á sig eðalmyglu og nota í sætvín.  Hún hentar einnig vel til blöndunar við Sauvignon Blanc og Chardonnay, og víngúrúinn Jancis Robinsson telur hana eina fjölhæfustu þrúguna sem finnst.

Chenin Blanc gengur vel með salati, fiskréttum og kjúklingi, og sætari vín úr þessari ágætu þrúgu geta gengið vel með krydduðum réttum frá Asíu og Mið-Ameríku.

{ Comments on this entry are closed }

Ferðaraunir, partý og pólskur bjór

07.07.2009

Við fórum í sumarfrí til suður-Svíþjóðar að hitta gamla kunninga og að vanda var vel tekið á móti okkur.

Lesa meira →

Fish Market

06.25.2009

Fyrir rúmri viku fórum við á veitingastaðinn Fish Market við Aðalstræti.  Með í för voru Brekkan-hjónin ásamt nokkrum svíum, alls 11 manna hópur.  Við höfðum sammælst um að taka hópmatseðilinn, sem er s.k. tasting menu (hvað kallast slíkt á íslensku?) með 9 réttum.  Við fengum m.a. svínarif, krabbakjöt, sushi och sashimi, lax, wasabisallat ásamt fleiri […]

Lesa meira →

Vínin hans Obama

01.15.2009

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að Barack Obama tekur við embætti forseta Bandaríkjanna næstkomandi þriðjudag.  Að vanda verður boðið til hádegisverðar í þinghúsinu Capitol eftir að hann hefur svarið embættiseiðinn.  En hvað skyldi verða á boðstólum í veislunni? Jú, svona lítur matseðillinn út: 2009 Inaugural Luncheon Menu First Course Seafood Stew 2007 […]

Lesa meira →

Carmen og Sushi

10.25.2008

Í gær var ég þreyttur eftir næturvaktina.  Sá sem var með mér sást í samtals 25 sekúndur á bráðamóttökunni og ég held að það sé met!  Ég var sem sagt einn með bráðamóttökuna (fyrir skurðsviðið) en sem betur fer var rólegt.  Merkilegt hvað það getur verið óskaplega mikið að gera upp í húsi hjá sumum […]

Lesa meira →

Chateau Ste. Michelle Dry Riesling 2006

04.02.2008

Því miður er úrvalið af amerískum vínum frekar dapurt í vínbúðinni minni og nánast fáheyrt að komst yfir vín frá Washingtonfylki, en nú hefur verið hægt að fá þurran Riesling Chateau Ste. Michelle 2006, en sá framleiðandi hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Hér á ferðinni unglegt og skemmtilegt vín með angan af eplum, […]

Lesa meira →

Cloudy Bay Chardonnay 2006

02.27.2008

Frísklegt ungt hvítvín með góðum sítrus- og eikarkeim, nokkuð stamt í munni, þokkalega langt og gott eftirbragð. Passaði nokkuð vel með steiktum skötusel. Góð kaup. Like this:Like Loading…

Lesa meira →

Fjólublái engillinn og Bordeauxboltinn!

05.20.2007

Við fengum góða gesti um síðustu helgi þegar Hugrún og Hermann komu í heimsókn. Þau tóku með sér ýmislegt góðgæti og ég reyndi því að draga fram eitt og annað lítilræði úr skápnum mínum (sem því miður er mjög lítill, en ég hef augastað á 200-flösku Bosch-kæli). Fyrsta kvöldið var fengum við okkur dálítið sushi […]

Lesa meira →

Domaine Raimbault-Pineau Sancerre 2005

02.04.2007

Þetta vín fékk ég hjá Einari Brekkan sem taldi að það væri kjörið með skötusel og hann hafði heldur betur rétt fyrir sér! Það var eins og þetta vín væri sérstaklega hannað fyrir skötuselinn (þó að ég hefði næstum því klúðrað honum!). Vínið vakti mikla lukku og meira að segja tengdapabbi skrifaði það hjá sér […]

Lesa meira →