Posts tagged as:

Grill

Nokkrir matarvænir ítalir

Höfundur: Eiríkur Þann 25. maí 2015

Á vef Wine Spectator hafa sérfræðingar blaðsins tekið saman nokkur ítölsk rauðvín sem henta vel með mat, nánar tiltekið grillmat.  Þetta eru allt klassísk Toscana-vín, þ.e. gerð úr Sangiovese, en mín skoðun er sú að þau vín henti oft vel með grilluðu kjöti (bæði lamb, svín og naut).  Sum þessara vína eru fáanleg í vínbúðunum:

MARCHESI DE’ FRESCOBALDI Chianti Rufina Nipozzano Riserva 2011 Score: 90 | 3.495 kr

CECCHI Chianti 2013 Score: 89 | $16 – ekki viss hvort þetta vín fáist hérna en Chianti Classico er til í vínbúðunum, þannig að ég læt þetta fljóta með (væri líklega á u.þ.b. 2.000 kr)

CECCHI Chianti Classico 2012 Score: 89 | 2.564 kr

MARCHESI DE’ FRESCOBALDI Toscana Tenuta Frescobaldi di Castiglioni 2012 Score: 88 | 2.895 kr

{ 0 comments }

Rifjaveisla Keizarans

Höfundur: Eiríkur Þann 11. júní 2013

Ég er staddur í Falun þessa vikuna – er venjulega 2 vikur í senn og um helgarnar skrepp til Keizarans og dvel þar í góðu yfirlæti.  Við reynum alltaf að gera okkur glaðan dag, elda góðan mat og drekka góð vín og síðasta helgi var engin undantekning.

Á föstudeginum grilluðum við kjúklingabringur vafðar inn í Serrano-skinku og bárum fram með grilluðu grænmeti og halloumi-osti.  Með þessu drukkum við Schloss Vollrads Riesling sem passaði vel með.

Crognolo2010Á laugardeginum var svo rifjaveisla og ákvað ég að elda rifin með minni nýju uppáhaldsaðferð (2 tímar í ofni og svo á grillið).  Ég gerði reyndar ekki kryddblönduna úr þeirri uppskrift (líkt og ég var búinn að lofa mér að gera) en treysti þessi í stað á Caj P Hickory Smoke grillolíu og það var ekki svo galið.  Með þessu drukkum við Sette Ponti Crognolo 2010 og þar er sko alvör vín á ferð.  Ég kynntist þessu víni fyrst í hinum magnaða 2007-árgangi sem lenti í 30. sæti á topp 100-lista Wine Spectator. Síðasta flaskan mín úr þeim árgangi kláraðist í vetur og það var því kærkomin sjón að sjá þessa flösku í hillum Systembolaget í Gränby Center í Uppsala.  Þetta vín er blanda Sangiovese (80%), Merlot (10%) og Cabernet Sauvignon (10%), flokkast sem IGT og er s.k. Súper-Toskani.  Vínið er dökkt og fallegt í glasi, góð dýpt en ekki mikill þroski kominn í það.  Í nefið koma dökk kirsuber, kryddjurtir (smá mynta, timjan), plómur, sólber og jafvel vottur af súkkulaði.  Fyllingin er góð, hæfileg tannín og sýra sem vegur upp á móti þeim, eftirbragð sem situr vel – vel gert vín.  Einkunn: 8,5.

Ég pantaði líka nokkrar flöskur af Brancaia Tre 2011 sem ég er að vonast til að skili sér fyrir helgi því ég fer heim til Íslands á laugardaginn.  2007-árgangurinn er legendarískur hjá mér og mínum og þó að 2011 eigi ekki að vera í sama standard þá hefur hann hlotið góða dóma og lofar góðu.  Ég reikna þó ekki með að flytja mikið af þessu með heim til Íslands en er að vinna að því að eitt vínumboðið á Íslandi taki þetta vín í umboðssölu og flytji inn.  Vona bara að það takist því vínin frá Brancaia eru alveg frábær.

{ Comments on this entry are closed }

Nokkur góð vín með grillinu

05.28.2013

Um helgina komu Óli og Selma í mat til okkar (ekki formlegt matarboð, heldur ákveðið með mjög stuttum fyrirvara). Óli var búinn að marinera lambaframpart og ég skaust því út í búð og keypti meiri frampart sem ég kryddaði með grískri kryddblöndu.  Með þessu drukkum við Clos de L’Oratoire des Papes Chateauneuf-du-Pape 2010, alveg hreint […]

Lesa meira →

Rosemount Shiraz 2010

05.24.2012

Það er orðið ærið langt síðan ég féll fyrst fyrir Rosemount Shiraz. Reyndar hef ég verið hrifinn af flestum vínunum frá Rosemount – allt frá Shiraz i demantalínunni til Balmoral. Það verður þó að viðurkennast að ég kaupi þetta vín ekki svo oft núorðið en það slæddist ein flaska með í síðustu innkaupaferð. Ég opnaði […]

Lesa meira →

Gamall vinur í heimsókn

08.27.2011

Við höfum smá matarboð um síðustu helgi og buðum m.a. Gísla og Jóhönnu.  Þau færðu okkur flösku af Penfolds Koonunga Hill Shiraz Cabernet 2010 og ég varð nokkuð ánægður að sjá þá flösku, því það er orðið ansi langt síðan ég prófaði þetta vín.  Í kvöld grillaði ég svo nautakjöt á spjóti og fannst tilvalið […]

Lesa meira →

Hitabylgjan heldur áfram…

06.12.2011

Já, það er sko sannkölluð hitabylgja hérna og nánast skömm frá að segja að maður er að verða pínu þreyttur á því að það sé 26-30 stiga hiti á hverjum degi.  Pirringurinn felstu þó kannski helst í því að Theódór sefur ekki vel í þessum hita og ég er ekki enn kominn í sumarfrí!  Sumarfríinu verður […]

Lesa meira →

Hitabylgja

06.04.2011

Það er sannkölluð hitabylgja sem gengur yfir Uppsala þessa dagana.  Þegar þetta er skrifað er klukkan hálf níu að morgni og hitinn er þegar kominn yfir 20 gráður!  Í gær var þvílík rjómablíða – sól, hægur andvari og 25 stiga hiti, sem er bara nokkuð gott í byrjun júní.  Við sátum úti á palli stærstan hluta […]

Lesa meira →

Engillinn og steikin

07.24.2010

Jæja, þá er síðasta sumarfrísvikan á enda (í bili, fæ eina viku til viðbótar í ágúst).  Við ætluðum að vera í Gautaborg þessa viku en þar sem bíllinn bilaði varð lítið úr því.  Við skelltum okkur því til Stokkhólms í staðinn og fórum í Gröna Lund, sem er tívolíið í Stokkhólmi.  Smáfólkið var nokkuð ánægt […]

Lesa meira →

Á Íslandi

06.26.2010

Þessa dagana er ég staddur í fríi á Íslandi ásamt dætrum mínum og Guðrún er væntanleg í vikulokin.  Við fórum í dag og kíktum á gamlar drossíur, en Fornbílaklúbbur Íslands er með landsmót á Selfossi (þar sem foreldrar mínir búa).  Þar sáum við bæði glæsivagna og gamla skrjóða í misgóðu ástandi. Pabbi grillaði gómsæta nautasteik […]

Lesa meira →

Styttist í sumarfrí!

06.07.2010

Já, það styttist sko í sumarfríið!  Ég þarf bara að vinna þessa viku og þá næstu og svo er ég kominn í frí.  Við verðum á Íslandi í rúmar 3 vikur og náum vonandi að hitta eitthvað fólk á þeim tíma.  Ég verð reyndar að vinna dálítið á Landspítalanum en það ætti þó ekki að […]

Lesa meira →