Posts tagged as:

Spánn

Spænskt meistaraverk – loksins!

Höfundur: Eiríkur Þann 22. júlí 2014

numanthiatermes2010labelÁrið 2009 skaust lítt þekktur spænskur vínframleiðandi, Bodegas Numanthia, upp á stjörnuhimininn þegar „litla“ vínið hans lenti í 2. sæti á topp-100 lista Wine Spectator.  Numanthia er staðsett í norðvestur-hluta Spánar, svæði sem kallast Toro og er vestast í Castilla y Leon.  Þar vex frekar sjaldgæf tegund af Tempranillo, sem þeir kalla Tinta de Toro – sjaldgæf að því leyti að hún vex án þess að þurfi að græða á hana rætur sem þola phylloxera-lúsina.  Þetta er líka harðgerð tegund, og það verður hún að vera, því þarna er ákaflega þurrt, rignir aðeins um 350-400 mm á ári (á Íslandi er meðalúrkoma í júlí í kringum 80 mm).  Leirkenndur jarðvegurinn bindur þó vel það litla rigningarvatn sem þarna fellur og það gerir það að verkum að vínviðurinn þrífst við þessar erfiðu aðstæður.  Toro hlaut viðurkenningu sem eigið vínræktarsvæði (Denominacion de Origen) árið 1987.  Alls eru þar um 8.000 hektarar af vínviði og um 5.500 geta flokkast sem D.O. Toro.  Um héraðið rennur áin Duero, sem á upptök sín í Ribera del Duero héraði og rennur síðan til vesturs.  Þegar hún fer yfir landamæri Portúgals heitir hún Duoro og rennur um samnefndan dal, sem er mikilvægasta vínræktarhérað Portúgals.

Vínið sem hér um ræðir heitir Termes, og það var 2005 árgangurinn sem hlaut heil 96 stig, sem er ansi gott fyrir vín sem kostaði þá $27.  Það hefur þó ekki hækkað mikið síðan þá, þrátt fyrir velgengnina.  2009-árgangurinn kostaði $30 í USA og í dag áskotnuðust mér 2 flöskur af 2010-árgangnum fyrir 182 SEK (rúmar 3.000 krónur á gengi dagsins).  Þessi árgangur er að fá aðeins betri dóma en 2009 (sem þó hlaut fína dóma) og ég bíð spenntur eftir að fá að smakka hann.  Ég náði að smakka 2007-árganginn þegar ég var staddur í San Diego í Kaliforníu í fyrra og varð ekki fyrir vonbrigðum með hann.

Termes er gert úr Tinta de Toro, og vínviðurinn er a.m.k. 50 ára gamall (elsti hlutinn er yfir 100 ára).  Vínið er látið liggja um 20 mánaði á tunnum úr nýrri, franskri eik áður en það er sett á flöskur.  Það er ekki síað og því viðbúið að botnfall geti verið í meira lagi í hverri flösku.  Ég bíð spenntur eftir að prófa – líklega þarf ég svo að panta meira af þessu…

{ Comments on this entry are closed }

Annað gott lífrænt frá Spáni

Höfundur: Eiríkur Þann 27. mars 2014

Um daginn sagði ég frá hinu ágæta Beronia Vina Ecologica Rioja 2010, sem er eiginlega fyrsta almennilega lífrænt ræktaða vínið sem ég smakka.  Reyndar verð ég að viðurkenna að það var ansi langt síðan ég hafði þá áður smakkað vín með lífræna vottun og var þá lítið hrifinn.  Munurinn á þessu Beronia víni og því sem ég smakkaði áður er kannski sá að víngerðarmenn Beronia kunna auðvitað að búa til góð vín og því kannski ekki aðalatriðið fyrir þá að þrúgurnar séu lífrænt ræktaðar?

779872Þessa dagana er ég staddur í sænsku Dölunum, nánar tiltekið í Falun (eins og svo oft áður).  Ég rölti mér inn í vínbúðina (já, það er ein vínbúð í Falun, enda búa bara 38.000 manns í bænum og tæplega 60.000 í sveitarfélaginu – auðvitað þarf bara eina búð!) og var að leita að einhverju nýju og spennandi.  Það voru þó ekki mörg vín sem vöktu neinn sérstakan áhuga hjá mér og ég var næstum búinn að taka eina lífræna Beronia (öruggt val) en sá þá annað lífrænt vín frá Spáni, nánar tiltekið frá Penedes – Amaltea de Loxarel 2011.  Þetta vín er blanda Cabernet Sauvignon, Merlot og Tempranillo, er auðvitað unglegt að sjá en annars með nokkuð dæmigerðan „spænskan lit“ (getur maður sagt það?).  Í nefið koma strax sólber, plómur og eik, en einnig mynta og vottur af súkkulaði.  Eikin er nokkuð áberandi í munninum, tannínin ekki of áberandi og gott jafnvægi í þessu vínu.  Eftirbragðið er ekkert óskaplega langt en samt nokkuð þægilegt.  Einkunn: 7,5 – Góð kaup.  Hentar vel með ostum.  Þetta vín held ég að myndi örugglega fara vel í landann og ég gæti alveg hugsað mér að hafa það sem húsvín…

Ég nefndi um daginn Advance-fréttasnepilinn frá Wine Spectator og taldi upp vín sem fást á Íslandi.  Eitt vín í þessu blaði sem ekki fæst á Íslandi er Churchill’s Estate Douro 2011 sem fær heila 93 punkta.  Þetta vín hefur verið að fá um 88 stig hjá WS undanfarin ár, og er fáanlegt á sérlistanum hér í Svíþjóð.  Þar sem það kostar ekki nema 123 SEK (2.154 kr skv gengi dagsins hjá Landsbankanum – myndi væntanlega þýða tæpar 3.000 krónur út úr vínbúðum ÁTVR) ákvað ég að panta tvær flöskur.  Ég átti ekki von á þeim fyrr en í lok næstu viku en þær eru nú þegar komnar inn á borð hjá mér, reyndar 2010-árgangurinn en ég er alveg sáttur við það.  Ég næ kannski að prófa aðra með Einari Brekkan í næstu viku…

{ Comments on this entry are closed }

Tvö gömul og góð!

03.19.2014

Ég var bara nokkuð duglegur í eldhúsinu um síðustu helgi.  Á laugardeginum eldaði ég lambainnralæri í rauðvínssósu með sætkartöflumús og drakk með því Beronia Rioja Reserva 2009.  Vínið er enn í yngri kantingum með þægilegum keim af sólberjum, lakkrís, smá súkkulaði og eik.  Góð fylling og jafnvægi, eftirbragð sem heldur sér vel.  Passaði vel með […]

Lesa meira →

Vistvænn spánverji

03.13.2014

Hingað til hefur ekki verið hægt að hrópa húrra fyrir öllum lífrænt ræktuðum vínum en af og til rekst maður á góð, lífræn vín.  Eitt þeirra er  Beronia Vina Ecologica Rioja 2010.  Ég prófaði þetta í fyrravor (man ekki hvort það var sami árgangur eða 2009) og var bara nokkuð sáttur við það þá.  Vínið […]

Lesa meira →

Whatever it takes – Shiraz

03.06.2014

Í gær fjallaði ég aðeins um Whatever It Takes-vínin frá Vicente Gandia, nánar tiltekið um Cabernet Sauvignon, skreytt af George Clooney.  Ég á líka eina flösku af Shiraz, en hún er skreytt af David Bowie.  Það verður að segjast eins og er að útlitið á flöskunni lokkar mann ekkert sérstaklega til að prófa vínið – […]

Lesa meira →

Whatever it takes góðgerðarvín

03.05.2014

Einhverjir hafa eflaust tekið eftir skrautlegum flöskum í hillum vínbúðanna og óvenjulegu nafni á vínlínu frá Vicente Gandia.  Línan heitir Whatever it takes og í henni eru alls 6 mismunandi vín (3 rauð, 2 hvít og eitt rósa), og 3 þeirra eru fáanlega hér á landi.  Hér eru á ferðinni vín sem seld eru til […]

Lesa meira →

Saumaklúbburinn

01.30.2013

Guðrún hélt saumaklúbb um síðustu helgi og bauð upp á dýrindis fiskisúpu sem ég vil endilega mæla með.  Uppskriftina finnið þið á síðunni eldhussögur.com Hún vildi líka bjóða upp á hvítvín með fiskisúpunni og ég keypti því nokkrar flöskur, m.a. til að prófa nokkur ólík hvítvín. Eitt af þeim vínum sem ég keypti var Rosemount […]

Lesa meira →

Petalos 2009

12.17.2011

Eitt af þeim vínum sem ég pantaði mér af topp-100 lista Wine Spectator er Descendientes de J. Palacios Bierzo Pétalos 2009 (93 punktar, 26. -sæti).  Vínið kemur frá héraðinu Bierzo á NV-Spáni, sem er tiltölulega nýtt vínræktarhérað.  Þar er þrúgan Mencia allsráðandi og Pétalos er einmitt gert úr þeirri þrúgu.  Vínið er dökkt, með góð […]

Lesa meira →

Nýir húsvínskandidatar

04.02.2011

Leitin að húsvíninu heldur áfram!  Málið snýst um að finna gott vín á góðu verði, en samt eitthvað sem maður verður ekki strax leiður á.  Í morgun skrapp ég í vínbúðina mína og kom heim með 3 kandidata. Campo Viejo Crianza Rioja 2007 (72 SEK) – Fær 86 punkta hjá Wine Spectator, sem verður að […]

Lesa meira →

Mas La Plana 2006

12.11.2010

Um daginn opnaði ég Torres Cabernet Sauvignon Gran Reserva Mas La Plana 2006 – vín sem hefur alltaf verið í miklum metum hjá mér og ég varð ekki fyrir vonbrigðum í þetta skipti.  Vínið er enn ungt og á eftir að batna með geymslu í nokkur ár til viðbótar.  Í nefinu er góð leður- og […]

Lesa meira →