Posts tagged as:

Spánn

Annað gott lífrænt frá Spáni

Höfundur: Eiríkur Þann 27. mars 2014

Um daginn sagði ég frá hinu ágæta Beronia Vina Ecologica Rioja 2010, sem er eiginlega fyrsta almennilega lífrænt ræktaða vínið sem ég smakka.  Reyndar verð ég að viðurkenna að það var ansi langt síðan ég hafði þá áður smakkað vín með lífræna vottun og var þá lítið hrifinn.  Munurinn á þessu Beronia víni og því sem ég smakkaði áður er kannski sá að víngerðarmenn Beronia kunna auðvitað að búa til góð vín og því kannski ekki aðalatriðið fyrir þá að þrúgurnar séu lífrænt ræktaðar?

779872Þessa dagana er ég staddur í sænsku Dölunum, nánar tiltekið í Falun (eins og svo oft áður).  Ég rölti mér inn í vínbúðina (já, það er ein vínbúð í Falun, enda búa bara 38.000 manns í bænum og tæplega 60.000 í sveitarfélaginu – auðvitað þarf bara eina búð!) og var að leita að einhverju nýju og spennandi.  Það voru þó ekki mörg vín sem vöktu neinn sérstakan áhuga hjá mér og ég var næstum búinn að taka eina lífræna Beronia (öruggt val) en sá þá annað lífrænt vín frá Spáni, nánar tiltekið frá Penedes – Amaltea de Loxarel 2011.  Þetta vín er blanda Cabernet Sauvignon, Merlot og Tempranillo, er auðvitað unglegt að sjá en annars með nokkuð dæmigerðan „spænskan lit“ (getur maður sagt það?).  Í nefið koma strax sólber, plómur og eik, en einnig mynta og vottur af súkkulaði.  Eikin er nokkuð áberandi í munninum, tannínin ekki of áberandi og gott jafnvægi í þessu vínu.  Eftirbragðið er ekkert óskaplega langt en samt nokkuð þægilegt.  Einkunn: 7,5 – Góð kaup.  Hentar vel með ostum.  Þetta vín held ég að myndi örugglega fara vel í landann og ég gæti alveg hugsað mér að hafa það sem húsvín…

Ég nefndi um daginn Advance-fréttasnepilinn frá Wine Spectator og taldi upp vín sem fást á Íslandi.  Eitt vín í þessu blaði sem ekki fæst á Íslandi er Churchill’s Estate Douro 2011 sem fær heila 93 punkta.  Þetta vín hefur verið að fá um 88 stig hjá WS undanfarin ár, og er fáanlegt á sérlistanum hér í Svíþjóð.  Þar sem það kostar ekki nema 123 SEK (2.154 kr skv gengi dagsins hjá Landsbankanum – myndi væntanlega þýða tæpar 3.000 krónur út úr vínbúðum ÁTVR) ákvað ég að panta tvær flöskur.  Ég átti ekki von á þeim fyrr en í lok næstu viku en þær eru nú þegar komnar inn á borð hjá mér, reyndar 2010-árgangurinn en ég er alveg sáttur við það.  Ég næ kannski að prófa aðra með Einari Brekkan í næstu viku…

{ Comments on this entry are closed }

Tvö gömul og góð!

Höfundur: Eiríkur Þann 19. mars 2014

IMG_1655

Ég var bara nokkuð duglegur í eldhúsinu um síðustu helgi.  Á laugardeginum eldaði ég lambainnralæri í rauðvínssósu með sætkartöflumús og drakk með því Beronia Rioja Reserva 2009.  Vínið er enn í yngri kantingum með þægilegum keim af sólberjum, lakkrís, smá súkkulaði og eik.  Góð fylling og jafnvægi, eftirbragð sem heldur sér vel.  Passaði vel með lambakjötinu.  Einkunn: 7,5. Kostar 2.999 í vínbúðunum.

Á sunnudeginum tók ég mig til og eldaði nautalund Wellington, með smjörsteiktu rósakáli og Hasselback-kartöflum.  Ég hafði aldrei gert svona kartöflur áður en á örugglega eftir að gera þær aftur – virkilega góðar kartöflur sem hurfu fljótt ofan í börnin.  Börnin fengu reyndar sína eigin útgáfu af nautalund Wellington, því þau hafa aldrei viljað duxelle-ið (sveppamaukið) og ég sleppti því hjá þeim.  Með þessu drukkum við vín sem ég hafði ekki prófað lengi, Mouton Cadet Bordeaux 2011.

IMG_1656

Þetta er litla (minsta?) vínið frá Baron Philippe de Rothschild, og það kostar ekki nema brot af því sem stóra vínið (Chateau Mouton Rothschild) kostar.  Mouton Cadet kostar 2.199 en stóri bróðir kostar um 80.000 krónur – maður fær því 3 stóra kassa af þeim litla fyrir hverja flösku af þeim stóra!  Það er reyndar töluverður gæðamunur á þessum vínum… Mouton Cadet er auðvitað kornungt ennþá, nokkuð dökkt með sæmilega dýpt.  Nokkuð áberandi berjakeimur, leður, pipar og frönsk eik (blautt timbur).  Ekki mikil fylling, þó sæmilegt jafnvægi en eftirbragðið aðeins í styttra lagi.  Fyrir þennan pening er maður þó að fá ágætis vín.  Einkunn: 7,0. Að ósekju hefði ég þó mátt velja aðeins öflugra vín með nautalundinni…

{ Comments on this entry are closed }

Vistvænn spánverji

03.13.2014

Hingað til hefur ekki verið hægt að hrópa húrra fyrir öllum lífrænt ræktuðum vínum en af og til rekst maður á góð, lífræn vín.  Eitt þeirra er  Beronia Vina Ecologica Rioja 2010.  Ég prófaði þetta í fyrravor (man ekki hvort það var sami árgangur eða 2009) og var bara nokkuð sáttur við það þá.  Vínið […]

Lesa meira →

Whatever it takes – Shiraz

03.06.2014

Í gær fjallaði ég aðeins um Whatever It Takes-vínin frá Vicente Gandia, nánar tiltekið um Cabernet Sauvignon, skreytt af George Clooney.  Ég á líka eina flösku af Shiraz, en hún er skreytt af David Bowie.  Það verður að segjast eins og er að útlitið á flöskunni lokkar mann ekkert sérstaklega til að prófa vínið – […]

Lesa meira →

Whatever it takes góðgerðarvín

03.05.2014

Einhverjir hafa eflaust tekið eftir skrautlegum flöskum í hillum vínbúðanna og óvenjulegu nafni á vínlínu frá Vicente Gandia.  Línan heitir Whatever it takes og í henni eru alls 6 mismunandi vín (3 rauð, 2 hvít og eitt rósa), og 3 þeirra eru fáanlega hér á landi.  Hér eru á ferðinni vín sem seld eru til […]

Lesa meira →

Saumaklúbburinn

01.30.2013

Guðrún hélt saumaklúbb um síðustu helgi og bauð upp á dýrindis fiskisúpu sem ég vil endilega mæla með.  Uppskriftina finnið þið á síðunni eldhussögur.com Hún vildi líka bjóða upp á hvítvín með fiskisúpunni og ég keypti því nokkrar flöskur, m.a. til að prófa nokkur ólík hvítvín. Eitt af þeim vínum sem ég keypti var Rosemount […]

Lesa meira →

Petalos 2009

12.17.2011

Eitt af þeim vínum sem ég pantaði mér af topp-100 lista Wine Spectator er Descendientes de J. Palacios Bierzo Pétalos 2009 (93 punktar, 26. -sæti).  Vínið kemur frá héraðinu Bierzo á NV-Spáni, sem er tiltölulega nýtt vínræktarhérað.  Þar er þrúgan Mencia allsráðandi og Pétalos er einmitt gert úr þeirri þrúgu.  Vínið er dökkt, með góð […]

Lesa meira →

Nýir húsvínskandidatar

04.02.2011

Leitin að húsvíninu heldur áfram!  Málið snýst um að finna gott vín á góðu verði, en samt eitthvað sem maður verður ekki strax leiður á.  Í morgun skrapp ég í vínbúðina mína og kom heim með 3 kandidata. Campo Viejo Crianza Rioja 2007 (72 SEK) – Fær 86 punkta hjá Wine Spectator, sem verður að […]

Lesa meira →

Mas La Plana 2006

12.11.2010

Um daginn opnaði ég Torres Cabernet Sauvignon Gran Reserva Mas La Plana 2006 – vín sem hefur alltaf verið í miklum metum hjá mér og ég varð ekki fyrir vonbrigðum í þetta skipti.  Vínið er enn ungt og á eftir að batna með geymslu í nokkur ár til viðbótar.  Í nefinu er góð leður- og […]

Lesa meira →

Rifjaveislan

05.05.2010

Um síðustu helgi langaði okkur í rifjasteik. Svona alvöru steik sem er mjúk og safarík, en samt svo vel elduð að það nægir að hrista steikna pínulítið, þá skilja beinin sig frá kjötinu! Ég keypti því fullt af svínarifjum sem ég henti inn í ofn í nokkra klukkutíma. Svo bjó ég til gómsæta grillsósu til […]

Lesa meira →