Posts tagged as:

Toscana

Banfi Cum Laude

Höfundur: Eiríkur Þann 30. september 2014

CB_Cum_Laude1-134x450Cum Laude frá Castello Banfi er eitt af hinum svo kölluðu Super-Toscana vínum, þ.e.a.s. gæðavínum frá Toscana sem ekki fylgja hefðbundnum reglum um víngerð í héraðinu.  Lengi vel voru þessu vín flokkuð sem einföld borðvín en eftir að vinsældir þeirra jukust sættust menn á að þessi vín fengju flokkunina Toscana IGT.  Í stuttu máli sagt má segja að super-Toscana eru vín sem innihalda ýmsar aðrar þrúgur en Sangiovese, en það er eina þrúgan sem leyfð er í rauðvínum frá Toscana sem kennd eru við upprunahérað, s.s. Chianti, Chianti Classico og Brunello di Montalcino.

Cum Laude er blanda Syrah, Sangiovese, Merlot og Cabernet Sauvignon og kemur frá Montalcino.  Þrúgurnar eru gerjaðar hver í sinu lagi og látnar liggja 6-8 mánuði á tunnum úr franskri eik, og síðan er endanlega blandan búin til og látin liggja í aðra 6-8 mánuði áður en víninu er tappað á flöskur.  Vínið er ekki síað og því má búast við einhverju botnfalli í flöskunni.  Vínið er að lokum látið liggja 6-8 mánuði í flöskunni áður en það er sett á markað.

Banfi Cum Laude 2010 er dökkrautt, með góða dýpt og örlar aðeins fyrir þroska.  Í nefinu finnur maður plómur, sólber, smá lakkrís og tóbak.  Vínið hefur góða fyllingu, stinn tannín sem þurfa smá tíma til viðbótar að mýkjast betur. Tóbakið kemur aðeins betur fram í eftirbragðinu, sem annars heldur sér ágætlega.  Einkunn: 8,5.  Wine Spectator gefur þessu víni 89 stig.  Kostar 3.597 í vínbúðum ÁTVR.

{ Comments on this entry are closed }

Glæsileg vínkynning Castello Banfi

Höfundur: Eiríkur Þann 8. maí 2014

banfi tuscan experienceFulltrúar ítalska vínframleiðandans Castello Banfi og Bakkusar stóðu fyrir glæsilegri vínkynningu í Perlunni í gær – Toscana experiene.  Fulltrúar frá Castello Banfi kynntu þar vín fyrirtækisins og buðu gestum að smakka flest ef ekki öll þau vín sem fyrirtækið framleiðir – hvítvín, rauðvín, sætvín og grappa.  Fjölmenni var mætt til að kynna sér þessi úrvalsvín og var nánast fullt út úr dyrum.
Mestan áhuga minn vöktu vínin frá Montalcino-héraði, bæði cuvée-vínin og ekki síst Brunello-vínin, en ég er orðinn ákaflega hrifinn af Brunello.  Cuvée-vínin Centine, Cum Laude, SummuS og ExcelsuS (síðustu S-in eiga að vera með stórum staf) eru s.k. ofur-Toscanavín (rauðvín frá Toscana sem eru gerð úr öðrum þrúgum en Sangiovese).  SummuS og ExcelsuS eru stærstu vínin í þessum hópi og bæði voru að mínu mati full ung til að drekka án þess að fá nægan tíma til að anda og nutu sín þess vegna ekki til fullnustu (bæði voru úr 2010-árgangnum).  Þau hafa hins vegar allt til brunns að bera að  verða hörkugóð með nokkura ára geymslu.  Sömuleiðis voru Cru Montalcino-vínin Poggio alle Mura Brunello di Montalcino 2009 og  Poggio all’Oro Brunello di Montalcino 2007 full af hæfileikum en ekki búin að opna sig nógu vel til að sýna sitt rétta andlit.  Reyndar er ekki við öðru að búast við svona kynningar þar sem ekki gefst tími til að umhella þessum vínum öllum og leyfa þeim að anda almennilega áður en þeirra er neytt.  Chianti Classico-vínin Fone alla Selva Chianto Classico og Castello Banfi Chianti Classico opin og aðgengileg.  Þá verður líka að minnast á Aska Bolgheri sem er hörkugott Cabernet Sauvignon (með smá slettu af Cabernet Franc), nánast í amerískum stíl og virkilega góð kaup fyrir aðeins tæpar 3.700 krónur..

Birgir Hrafnsson og félagar hjá Bakkusi fá bestu þakkir fyrir þessa frábæru vínkynningu og ljóst að við eigum kost á fullt af gæðavínum frá Castello Banfi!

{ Comments on this entry are closed }

Banfi Tuscan Experience

04.10.2014

Miðvikudaginn 7. maí n.k. koma fulltrúar ítalska vínhússins Castello Banfi til landsins og halda glæsilega vínkynningu í Perlunni kl 18-21, þar sem þeir munu kynna vín Banfi fyrir íslenskum vínáhugamönnum, í samstarfi við Bakkus ehf, umboðsaðila Castello Banfi á Íslandi.  Á kynningunni verða m.a. kynnt vín frá héruðunum Montalcino, Chianti Classico og Bolgheri.  Aðgangur er ókeypis […]

Lesa meira →

Gott frá Toscana

04.08.2014

Í nýjasta eintaki Wine Spectator er m.a. fjallað um ítölsk vín.  Líkt og venjulega er fjöldi víndóma í blaðinu, og tvö af þeim vínum sem falla í flokkinn Smart Buy eru fáanleg í hillum vínbúðanna.  Þetta eru Toscana-vín sem bæði kosta undir 3.000 krónum. Bæði vínin fá 92 punkta, en það eru Tommasi Poggio al Tufo […]

Lesa meira →

Nokkur góð frá Ítalíu

08.06.2013

Það er oft hægt að gera ansi góð kaup í rauðvínum frá Toscana sem falla undir IGT-skilgreininguna (Indicazione Geografica Tipica) og Maremma Toscana IGT (sem var reyndar hækkað upp í DOC-flokk fyrir 2 árum).  Hér eru nokkur slík vín sem fáanleg eru í vínbúðunum og góð kaup í um þessar mundir: Antinori Santa Cristina Toscana […]

Lesa meira →

Rifjaveisla Keizarans

06.11.2013

Ég er staddur í Falun þessa vikuna – er venjulega 2 vikur í senn og um helgarnar skrepp til Keizarans og dvel þar í góðu yfirlæti.  Við reynum alltaf að gera okkur glaðan dag, elda góðan mat og drekka góð vín og síðasta helgi var engin undantekning. Á föstudeginum grilluðum við kjúklingabringur vafðar inn í […]

Lesa meira →

Dr. Leifsson býður í mat

01.17.2013

Ég komst í feitt um síðustu helgi þegar ég var ásamt Keizarafjölskyldunni boðinn í mat til dr. Leifssonar.  Dr. Leifsson er kollegi minn og stefnir að því að flytja heim til Íslands í sumar.  Hann hefur áður sýnt ótvíræða hæfileika í eldhúsinu og það sko varð enginn fyrir vonbrigðum.  Hann gerði nefnilega prýðisgott Lasagna sem […]

Lesa meira →

Rauðvín og ostar

08.28.2012

Ég verð að játa það að hafa eiginlega verið svarti sauðurinn í fjölskyldunni þegar ostar eru annars vegar. Faðir minn er mikill ostaunnandi (enda mjólkurfræðingur að mennt) og aðrir í fjölskyldunni hafa löngum haft dálæti á ostum (meira að segja dóttir mín var farin að borða hinn sænska morfars brännvinsost og gamle ole með afa […]

Lesa meira →

Fonterutoli Chianti Classico 2008

12.03.2011

Eitt af vínunum á topp-100 lista ársins er Fonterutoli Chianti Classico 2008.  Þetta vín er fáanlegt hér í Svíþjóð fyrir litlar 149 sænskar krónur og ég keypti nokkrar flöskur um daginn.  Ég drakk það svo með svínakótilettum að hætti Per Morberg, sem er sjónvarpskokkur hér í Svíþjóð og hefur m.a. unnið sér til frægðar að […]

Lesa meira →

Brunello og Barolo

07.21.2011

Ég var að fá í hús 3 flöskur af Campogiovanni Brunello di Montalcino 2006 – stórkostlegt vín sem Wine Spectator gefur 96 punkta, og það kostar aðeins 299 sænskar krónur. Vínið þarf helst smá tíma í viðbót til að toppa en mig dauðlangar samt að smakka – vonandi stenst ég freistinguna um helgina og bíð […]

Lesa meira →