Posts tagged as:

Zinfandel

Helgarfrí

Höfundur: Eiríkur Þann 9. júlí 2011

Nú er ég kominn í helgarfrí og það styttist í sumarfrí – aðeins tvær vikur eftir!  Helginni var fagnað í gær með grilli og tilheyrandi – grilluð svínarif með grillsósunni minni og öðru meðlæti, namm!  Með þessu drukkum við Seghesio Zinfandel 2009 og það verður að segjast eins og er, að þó að vínið hafi verið firna gott þá passaði það auðvitað engan veginn með svona mat en naut sín miklu betur eftirá.  Þessi árgangur er ekki alveg jafn góður og hið magnaða 2007 en engu að síður mjög gott vín – Einkunn: 8,5 – Góð Kaup!

Ég opnaði líka Dr. Loosen riesling 2010, létt og þægilegt vín eins og þýsk riesling eiga að vera, kannski aðeins of grösugt í bragði en engu að síður góð kaup (kostar aðeins um 70 SEK).  Það passaði a.m.k. vel með eftirréttinum sem voru ber með vanillurjóma.

{ Comments on this entry are closed }

Næsta húsvín

Höfundur: Eiríkur Þann 24. júní 2011

Þá er fyrsta húsvínið uppurið og leit hafin að því næsta.  Við erum mjög ánægð með bæða Bolgarello og Campo Viejo en langar samt aðeins að breyta til.  Við skruppum því í vínbúðina í gær og keyptum nokkra nýja kandidata – Lindemans Bin 40 Merlot 2010, Lindemans Bin 50 Shiraz 2010 og Casillero del Diablo Carmenere 2010.  Hvítvínið er eiginlega sjálfgefið, því Leth Grüner Veltliner 2010 er í miklu uppáhaldi hjá mér núna, enda ákaflega gott vín fyrir lítinn pening.

Ég keypti líka tvær Seghesio Zinfandel 2009 og stakk í kælinn, því Seghesioinn er mjög góður í ár.

Nú er midsommar hér í Svíþjóð og allir að fara að skemmta sér – góða helgi!

{ Comments on this entry are closed }

Úr tilraunaeldhúsinu

10.30.2010

Mig hafði lengi langað í gasbrennara, m.a. til þess að geta búið til Creme Brulée.  Ég varð því mjög ánægður þegar Guðrún gaf mér einn slíkan um daginn.  Það var þó fyrst í dag að ég keypti gas í brennarann og því ekki seinna vænna að skella í Creme Brulée!  Ég varð eiginlega hálf hissa […]

Lesa meira →

Gúrkutíð

08.03.2010

Það hefur verið hálfgerð gúrkutíð hjá mér að undanförnu og lítið um vínprófanir frá því að engillinn góði var tekinn upp.  Ég var að vinna í Falun alla síðustu viku þar sem ég smakkaði reyndar eitt gott rauðvín.  Ég fékk mér glas af Gnarly Head Zinfandel 2008 og það var bara skrambi gott.  Gott berjabragð […]

Lesa meira →

Styttist í sumarfrí!

06.07.2010

Já, það styttist sko í sumarfríið!  Ég þarf bara að vinna þessa viku og þá næstu og svo er ég kominn í frí.  Við verðum á Íslandi í rúmar 3 vikur og náum vonandi að hitta eitthvað fólk á þeim tíma.  Ég verð reyndar að vinna dálítið á Landspítalanum en það ætti þó ekki að […]

Lesa meira →

Fullkomin tvenna

12.19.2009

Í kvöld eldaði ég nautalund á hefðbundinn hátt (salt og pipar, skorin í tommuþykkar sneiðar, steikt á vel heitri pönnu í 3-4 mín á hvorri hlið, rauðvínssósa, kartöflur og salat með) sem tókst einstaklega vel, sennilega vegna þess hve hráefnið var gott.  Við keyptum nefnilega fjórðung úr nauti af bónda hér í nágrenninu (hef reyndar […]

Lesa meira →

Sjö dauðazindir

10.29.2009

Svo gæti maður íslenskað (?) nafnið á rauðvíninu sem ég smakkaði í fyrrakvöld – 7 Deadly Zins heitir það og er, eins og nafnið gefur til kynna, amerískur zinfandel, árgangur 2007. Það hefur hlotið ágæta dóma og Einar Brekkan benti mér á að prófa þetta vín við tækifæri. Ég eldaði lasagna og ákvað að prófa […]

Lesa meira →

Pörusteik á danskan máta og góð ábending

10.21.2009

Á sunnudaginn eldaði ég pörusteik á danskan máta og var bara nokkuð ánægður með útkomuna, enda ekki á hverjum degi að maður fær slíka steik hér í Svíþjóð (þeir eru vanir að fituhreinsa kjötið aðeins of vel!).  Keizarinn mætti í mat ásamt fjölskyldu sinni og ég held að hann hafi farið saddur heim. Annars hefur […]

Lesa meira →

Ný grein um Rónardalinn

08.19.2009

Það hefur farið lítið fyrir vínsmökkun undanfarna daga, þrátt fyrir að ég sé í fríi þessa viku.  Það er einna helst að góðvinur minn Ramos frá Portúgal fái að laumast í eitt glas á kvöldin.  Vonandi verður gerð einhver bragarbót á því um helgina.  Ég lenti í því um daginn að sláttuvélin mín bilaði en […]

Lesa meira →

Sumarhátíðin

06.28.2009

Í fyrradag fögnuðum við því að vera komin í sumarfrí.  Lambalærið var sett á grillið og á meðan það var að steikjast opnuðum við Montes Sauvignon Blanc 2007 og gæddum við okkur á grilluðum humri.  Með lambinu drukkum við Les Tourelles de Longueville 2005.  Þetta er „litla“ vínið frá Chateau Pichon de Longueville í Pauillac, […]

Lesa meira →