Posts tagged as:

Zinfandel

Cocoon Zinfandel 2013

Höfundur: Eiríkur Þann 20. maí 2015

imageCocoon Zinfandel 2013 er tiltölulega nýlegt vín í hillum vínbúðanna.  Vínið kemur frá Lodi í Kaliforníu, en það svæði hefur verið að sækja í sig veðrið í víngerð undanfarin ár og er eitt helsta Zinfandelsvæði heims.  Þarna er mjög heitt í veðri og þurrt, og vínin kröftug og bragðmikil í dæmigerðum Nýja heims-stíl, og það gildir líka um þetta vín sem hér um ræðir.  Það er auðvitað ennþá frekar ungt, kirsuberjarautt með fjólubláa rönd.  Í nefið kemur mynta, eik, vanilla, plómur og kirsuber, dálítið kryddaður keimur líkt og yfirleitt þegar um zinfandel er að ræða.  Vínið er í ágætu jafnvægi, með góðu berjabragði, skortir kannski aðeins upp á fyllingu en eftirbragðið heldur sér vel.  Einkunn: 7,5 – góð kaup (2.498 kr).  Hentar vel með grillkjötinu.

{ 0 comments }

Flórídaferðin

Höfundur: Eiríkur Þann 8. mars 2015

Ég fór til Flórída í síðustu viku á ráðstefnu, sem var kærkomin tilbreyting frá íslenska vetrarveðrinu.  Á svona ferðum fer maður auðvitað út að borða og ég fór á ágæta staði í nágrenni hótelsins.

The prisonerÁ Coppar Canyon Grill gat ég ekki annað en fengið mér svínarif hússins, því ég er afskaplega veikur fyrir svínarifjum (líkt og áður hefur komið fram hér á síðunni) og þegar rifin eru „house specialty“ þá er erfitt að horfa fram hjá því.  Með rifjunum drukkum við The Prisoner 2012, en það er frá samnefndri víngerð (the prisoner winery) í Napa Valley, og úr nokkuð óvenjulegri blöndu – Zinfandel, Cabernet Sauvignon, Syrah, Petite Sirah og Charbono.  Þetta er dökkt og fallegt vín, með angan af kirsuberjum, leðri og smá kaffi.  Mikið af tanníni, sem er þó farið að mýkjast nokkuð og vínið er í góðu jafnvægi, heldur sér vel út í eftirbragðið.  Einkunn: 8,5.

Rodney Strong Charlotte's Home Sauvignon Blanc 2012Á Maggiano’s Little Italy, sem er í næsta húsi við Coppar Canyon Grill, fékk ég alveg frábært kálfakjöt með sítrónum og kapers.  Staðurinn er #35 yfir veitingastaði í Orlandi, skv. Tripadvisor og hann stendur alveg undir því.  Við fengum okkur öll mismunandi kálfakjöt og með því drukkum við Rodney Strong Charlotte’s Home Sauvignon Blanc 2013.  Þetta er ekki dæmigert sauvignon blanc eins og ég hef kynnst því, heldur er það aðeins mýkra, með aðeins minni sýru. Skýringin er hugsanlega sú að þetta vín er blandað úr sauvignon blanc-þrúgum sem koma frá 2 mismunandi svæðum – Alexander Valley og Russion River Valley.  Vínið er frekar ljóst og unglegt.  Í nefinu finnur maður ananas, greipaldin og smá graslykt og í munni vottar aðeins fyrir ferskjum.  Létt og skemmtilegt vín sem féll vel að matnum, en eftir á að hyggja hefði ítalskt pinot grigio kannski farið betur með kálfinum.  Ég var þó vel sáttur við þetta vín – einkunn 8,0.

{ Comments on this entry are closed }

Helgarfrí

07.09.2011

Helgin er að byrja, sólin skín og þá er best að fá sér kaldan bjór og kynda grillið…

Lesa meira →

Næsta húsvín

06.24.2011

Þá er fyrsta húsvínið uppurið og leit hafin að því næsta.  Við erum mjög ánægð með bæða Bolgarello og Campo Viejo en langar samt aðeins að breyta til.  Við skruppum því í vínbúðina í gær og keyptum nokkra nýja kandidata – Lindemans Bin 40 Merlot 2010, Lindemans Bin 50 Shiraz 2010 og Casillero del Diablo […]

Lesa meira →

Úr tilraunaeldhúsinu

10.30.2010

Mig hafði lengi langað í gasbrennara, m.a. til þess að geta búið til Creme Brulée.  Ég varð því mjög ánægður þegar Guðrún gaf mér einn slíkan um daginn.  Það var þó fyrst í dag að ég keypti gas í brennarann og því ekki seinna vænna að skella í Creme Brulée!  Ég varð eiginlega hálf hissa […]

Lesa meira →

Gúrkutíð

08.03.2010

Það hefur verið hálfgerð gúrkutíð hjá mér að undanförnu og lítið um vínprófanir frá því að engillinn góði var tekinn upp.  Ég var að vinna í Falun alla síðustu viku þar sem ég smakkaði reyndar eitt gott rauðvín.  Ég fékk mér glas af Gnarly Head Zinfandel 2008 og það var bara skrambi gott.  Gott berjabragð […]

Lesa meira →

Styttist í sumarfrí!

06.07.2010

Já, það styttist sko í sumarfríið!  Ég þarf bara að vinna þessa viku og þá næstu og svo er ég kominn í frí.  Við verðum á Íslandi í rúmar 3 vikur og náum vonandi að hitta eitthvað fólk á þeim tíma.  Ég verð reyndar að vinna dálítið á Landspítalanum en það ætti þó ekki að […]

Lesa meira →

Fullkomin tvenna

12.19.2009

Í kvöld eldaði ég nautalund á hefðbundinn hátt (salt og pipar, skorin í tommuþykkar sneiðar, steikt á vel heitri pönnu í 3-4 mín á hvorri hlið, rauðvínssósa, kartöflur og salat með) sem tókst einstaklega vel, sennilega vegna þess hve hráefnið var gott.  Við keyptum nefnilega fjórðung úr nauti af bónda hér í nágrenninu (hef reyndar […]

Lesa meira →

Sjö dauðazindir

10.29.2009

Svo gæti maður íslenskað (?) nafnið á rauðvíninu sem ég smakkaði í fyrrakvöld – 7 Deadly Zins heitir það og er, eins og nafnið gefur til kynna, amerískur zinfandel, árgangur 2007. Það hefur hlotið ágæta dóma og Einar Brekkan benti mér á að prófa þetta vín við tækifæri. Ég eldaði lasagna og ákvað að prófa […]

Lesa meira →

Pörusteik á danskan máta og góð ábending

10.21.2009

Á sunnudaginn eldaði ég pörusteik á danskan máta og var bara nokkuð ánægður með útkomuna, enda ekki á hverjum degi að maður fær slíka steik hér í Svíþjóð (þeir eru vanir að fituhreinsa kjötið aðeins of vel!).  Keizarinn mætti í mat ásamt fjölskyldu sinni og ég held að hann hafi farið saddur heim. Annars hefur […]

Lesa meira →