Vínglósublað

Hér er dæmi um minnisblað til nota við vínsmökkun.

ÚTLIT VÍNSINS:
(0-4 stig)

Athugið hversu tært vínið er, hve dökkt það er og hve dýptin er mikil. Dragið frá ef vínið er skýjað. Sé um freyðivín að ræða, þá metið hve lengi það freyðir og hvort loftbólurnar séu jafnar.

LYKT VÍNSINS:
(0-6 stig)

Er lyktin góð eða vond? Hvaða lyktir getur þú greint? Takið eftir ávöxtum, eik og öðru í lyktinni.

BRAGÐ VÍNSINS:
(0-6 stig)

Er vínið þurrt eða sætt? Þykkt eða þunnt? Er sýran hæfileg, kreistir hún á þér tunguna, eða er hún alls ekki til staðar? Eru einhver tannín? Of mikil, of lítil? Passar bragðið við lyktina? Minnir það þig á einhvern ákveðinn ávöxt eða eitthvað annað? Er eftirbragðið gott? Hverfur það á örskotsstundu eða varir það allt kvöldið?

HEILDARMAT:
(0-4 stig)

Þegar eftirbragðið er horfið, hvað finnst þér þá um vínið í heild? Er það spennandi? Höfðar það til þín? Er það einfalt eða flókið? Er jafnvægi í víninu? Viltu meira? Er það gott?

ALLS:
(0-20 stig)

Heildarskor þitt, samanlögð einkunn atriðanna hér að ofan. Hér eru gefin 20 stig, sem fylgir ákveðinni vínsmökkunarhefð. Ef þú vilt nota einkunn á bilinu 0-10 þá deilir þú í þessa einkunn með 2. Vín sem fengi hér 16 stig mynd þá fá 8,0 í einkunn.Ef þú vilt nota 100-stiga skala líkt og Robert M. Parker jr. eða Wine Spectator, þá margfaldar þú þessa einkunn með 2,5 og bætir 50 við. Vín sem fengi hér 16 stig fengi þannig 90 stig.

Allir athugasemdir vel þegnar!

%d bloggers like this: