Vínin með jólamatnum

Þessi listi var birtur árið 2007!  Hér er nýr listi yfir vínin með jólamatnum.

Stefán Guðjónsson sem ritstýrir vefnum Smakkarinn.is hefur tekið saman lista yfir vín sem henta vel með hefðbundnum íslenskum jólamat. Fyrir þá sem ekki hafa þegar valið sér vín með jólasteikinni er þetta kærkomin lesning.

Jæja enn ein jólin að nálgast og fullt af girnilegum og krassandi mat framundan. En hvaða vín á að velja með? Á undanförnum árum hefur hvert einasta mannsbarn sem hefur áhuga á víni og er lánsamur að geta skrifað um vín almennt mælt með víni með hátíðamatnum. Að sjálfsögðu verð ég að skrifa hvað mér finnst líka!! Í þetta skipti var ákveðið að gefa góðar ábendingar um helstu vínþrúgur, vín svæði og jafnvel vín sem vínsmakkaranum finnst passa vel með.

Kalkúnn

Ef rauðvín er haft með kalkún eiga létt og ávaxtarík vín vel við, t.d. úr Gamay þrúgunni, Pinot Noir frá Búrgundí eða Nýju Sjálandi. Í hvítvíni mæli ég með Tokay Pinot Gris frá Alsace eða bragðmiklu eikuðu Chardonnay frá Ástralíu, Chile eða Bandaríkjunum.

Dæmi:
Saint Clair Vicor´s Choice Pinot Noir 2004
Marlborough Nýja Sjálandi
Verð: 1.390 kr. Fæst í Heiðrúnu og Kringlunni
Lýsing: Létt ávaxtaríkt í nefinu með rifsber og jarðaber. Rifsber, sveppir, jarðaber og smá jarðvegur í bragðinu. Meðal langt eftirbragð.

Hamborgarhryggur

Með hamborgarhrygg þarf öflug vín til að yfirvinna salt- og reykbragð kjötsins. Gott vín frá Spáni úr Tempranillo þrúgunni. Vilji fólk ekki þungt vín, eru létt Merlot frá Ítalíu eða Suður Frakklandi góðir kostir. Fyrir þá sem vilja hvítvín þá passar vel með hamborgarhrygg mjög bragðmikið Tokay Pinot Gris frá Alsace.

Dæmi:
Carinena, Spánn
Vínþrúgur: Tempranillo, Garnacha, Carinena, Cabernet Sauvignon.
Verð: 1.480 kr. Fæst í Kringlunni og Heiðrúnu
Lýsing: Skógaber, krydd og negull í nefinu. Papriku, sveppa, oregano krydd, sólberja og svört kirsuberja bragð. Ávaxtaríkt og langt eftirbragð.

Hangikjöt

Það eina sem kemur til greina með hangikjöti er gott Gerwurztraminer, sérstaklega frá Alsace. Haldið ykkur eins langt frá Chardonnay og rauðvíni og hægt er!

Dæmi:
Eftirfarandi vín eru lýsandi dæmi um gott Alsace vín á mismunandi verði, ath. lýsingarnar eru teknar af vinbud.is en ég er 100% sammála þeirra lýsingum.

Paul Blanck Gewurztraminer Altenbourg
Verð: 2.440 kr.
Ljóssítrónugult. Mjúk fylling, hálfsætt og höfugt með milda sýru og unglega krydd- og ávaxtatóna

Hugel Gewurztraminer Jubilee
Verð: 2490 kr.
Ljósgult. Mjúk fylling, hálfsætt, milt og höfugt með þungum kryddkeim og rósa-, lychee – og múskattó

Eða þessi frábæru kaup:

Willm Gewurztraminer
Verð: 1.490 kr.
Ljósgult. Meðalfylling, hálfþurrt, ferskt, með hunangskennda ávaxta og blómatóna

Nautakjöt

Bragðmikið Cabernet Sauvignon til dæmis frá Bordeaux, Ástralíu, Chile, Argentínu eða Bandaríkjunum. Shiraz frá Ástralíu eða Gran Reserva frá Spáni.

Dæmi:
Chateau Smith Haut Lafitte Rouge 2001
Pessac-Leognan, Bordeaux, Frakkland
Vínþrúgur: Cabernet Sauvignon 50%, Merlot 40%, Cabernet Franc 10%
Verð: 5.092 kr. Ath. Þarf að sérpanta.
Lýsing: Vanilla, kanill, brómber og negull í nefinu. Tannínríkt vín með vanillu, kaffi, kanil og brómberja bragði og einnig smá bragði af ristuðu brauði. Eftirbragðið er mjög langt og kryddað.

Villibráð:

Gæs:

Það þarf ekki eins öflugt vín með gæs og með annarri villibráð, en vegna þess að sósan er oftast með smá sætu ívafi, þá finnst mér góð áströlsk vín henta mjög vel eins og:

d´Arenberg the Laughing Magpie 2004 (ath. nýr árgangur)
Vínþrúgur: Shiraz, Viognier
Mclaren Vale, Ástralía
Verð: 2.100 kr. Fæst í kjarna
Lýsing: Ávaxtabomba í nefinu með brómber og sólber og smá blóma angan í bakgrunni. Sólberja, myntu, fjólu, smá lakkrís, pönnuköku sýróp (frá eikinni) og pipar bragð. Pönnuköku sýróp og pipar voru mest áberandi í eftirbragðinu í fyrstu og svo kom vottur af sætri sólberja sultu í lokin.

Hreindýr:

Kjötið er bragðmikið og krefst bragðmikils Cabernet Sauvignon víns frá Kaliforníu, Bordeaux ( Medoc ) eða Argentínu, Shiraz frá Ástralíu eða Syrah frá Rhone.

Dæmi:
Chateau Reynella Basket Pressed Shiraz 2003
McLaren Vale Suður Ástralía, Ástralía
Verð: 2.490 kr. Ath. þarf að sérpanta
Lýsing: Gríðarlega mikið af sólberjum og vanillu í nefinu, mjög opið vín. Massíft þungt bragð með sólber, vanillu, myntu, lakkrís og eik. Þurrt og tannín mikið vín en hefur samt smá sætan sultu keim í bakgrunni. Eftirbragðið er langt og bragðmikið með fullt af pipar og vanillu.

Rjúpa:

Fuglinn er bæði viðkvæmur og bragðmikill í senn og þarf Bordeaux vín frá Pomerol, St. Emilion eða hörku gott Merlot frá nýja heiminum.

Dæmi:
Clos de Litanies 2002
Pomerol, Bordeaux, Frakkland
Vínþrúga: 100 % Merlot
Verð: 3.490 kr. Fæst í Kringlunni og Heiðrúnu
Lýsing: Í nefinu má finna krydd, vindlatóbak og villisveppi. Þurrt vín með tannín, svörtum pipar, skógarberjum, plómum, kaffi og smávegis af ristuðu brauði í bragðinu. Eftirbragðið er mjög langt með miklum pipar keim.

Allir athugasemdir vel þegnar!

%d bloggers like this: