Voru Rómverjar á undan?

Frökkum hefur verið eignaður heiðurinn af því að hafa fundið upp freyðivínið, en ítalskur sagnfræðingur heldur því fram að Rómverjar til forna hafa búið til freyðivín löngu áður en Benediktusarmunkurinn Dom Pérignon setti tappa í fyrstu Kampavínsflöskuna á 17. öld.“Rómverjar voru fyrstir til að búa til freyðivín með tvöfaldri gerjun, “ segir Mario Fregoni, prófessor í vínrækt við háskólann í Piacenza á Ítalíu.

Fregoni birti nýlega fræðigrein, „Saga freyðivína“ („La storia dei vini von le bollicine“), sem fjallar um þróun freyðivína á Ítalíu allt frá dögum Rómverja fram á 19. öld.

Allt frá dögum forn-Grikkja hafa menn vitað að freyðivín geta orðið til af sjálfu sér, þegar gerjun í víni hætti vegna kælingar áður en henni var að fullu lokið, en hófst síðan að nýju þegar hlýnaði að vori (síðari gerjun veldur myndun á koltvísýringi sem myndar loftbólurnar). Fregoni komst hins vegar að því að Rómverjar bjuggu til freyðivín á skipulegan hátt.

Rómverska skáldið Lucan (39-65 e.Kr.) var meðal fyrstu höfunda að fjalla um bullulae (latneska heitið á freyðivíni), þegar hann skráði að spumante (ítalska heitið á freyðivíni) frá Campania á Ítalíu hafi verið borðið fram í mikilli veislu til heiðurs Sesari og Kleópötru. Fregoni segir að í texta Lucans sé því lýst hvernig freyðivínið var framleitt með tvöfaldri gerjun, þar sem vín frá Falerníu (ítalskt vín sem var í hávegum haft á þessum tíma) var blandað saman við safa úr rúsínum.

Fregoni segir að Rómverjar hafi oft bætt ógerjuðum vínberjasafa út í vín (svipað og liqueur de tirage – blanda sykurs og gersveppa sem í dag er bætt út í vín við gerð Kampavíns), lokað flöskunni og geymt við svalar aðstæður til þess að vínið fengi að gerjast áfram hægt og rólega. (Í Pompei fannst kjallari þar sem kaldur lækur rann í gegnum ílát sem greinilega var ætlað til að geyma vínkeröld.) Rómverjar kölluðu vín sem mynduðust við slíkar aðstæður „salien“, „titillan“, „spumat“ eða „spumescens“ sem tákn um freyðandi eiginleika þess.

„Saga víngerðar segir okkur að þessi tækni, sem Rómverjar fundu upp, var í gegnum aldirnar þróuð og bætt af öðrum víngerðarþjóðum, s.s. frökkum og spánverjum“ segir Fregoni. „Sú staðreynd að uppfinning freyðivíns er kennd við hinn fræga munk frá 17. öld, Dom Pérignon, er misskilningur. Kampavín Dom Pérignons er einungis þróað afbrigði af ítölsku spumante, þar sem notast er við þrúgur frá Champagne. Munurinn er eingöngu sá að Rómverjar settu vínið í leirker þar sem síðari gerjun fór fram, en frakkarnir settu vínið í flöskur. Aðferðin er annars sú sama,“ segir Fregoni.

Er einhver annar sem greinir öfund í skrifum ítalans?

Allir athugasemdir vel þegnar!

%d bloggers like this: